Eins og þið vitið þá blogga ég aldrei nema að það sé eitthvað sem er ennþá erfiðara að drullast til að gera og í þetta skiptið er það að pakka. Eins mikið og ég elska að ferðast, þá hata ég að pakka. Get eiginlega ekki pakkað nema í tímaþröng. Klukkan er 22:30 núna og ég þarf ekki að vera komin út á flugvöll fyrr en klukkan ellefu á morgun... I've got all the time in the world!

Á útrvarpsstöðvunum hér í Danmörku er lagið 'Klap dig selv på skulderen' mikið spilað. Þetta er ógeðslegt lag með ljótustu bling bling "röppurum" í heimi, en hvað um það ég ætla að nota titilsetningu lagsins og gefa sjálfri mér klapp á öxlina. Ég er nefnilega búin að vera svo þrælmögnuð síðustu daga, búin að vinna, finna íbúð fyrir mig og Önnu systur fyrir næsta vetur og svo er ég LÍKA (já takið eftir LÍKA) búin að komast í gegnum heillangan 'TO DO'- lista. Já ég má alveg klappa sjálfri mér á öxlina. Ohhh ég er svo mögnuð!
Hvað er ég annars búin að gera...?
Ég slysaðist inní genbrugsbúð í gær...úbbs!
Ég slysaðist inní genbrugsbúð í dag...úbbs!
Ég keypti 80' skyrtu sem líklega aldrei verður notuð, fattaði það auðvitað fyrst eftir að ég kom heim (en alltaf gott að eiga outfit í 80's party -líta á björtu hliðarnar)
Ég keypti skó næstum eins og þá sem ég á (alltaf gott að eiga aðra til vara!)
Ég keypti anórakk sem mig allt annað en vantar (hann er samt eitthvað svo praktískur)
Ég keypti sólgleraugu (nauðsynlegt að eiga viðeigandi sólgleraugu við öll sín dress)
Ég keypti tösku með doppum á (mikilvægt að eiga tösku með doppum á við skyrtuna með doppunum sem ég líka keypti í dag)
Ég lifi í sjálfsblekkingu um að það sé alltílæ að versla í genbrug þó að maður sé á kúpunni. Bévítans peningar.
Jæja ætla að fara að kveikja á sjónvarpinu og kannski reyna að pakka meðan ég horfi á það...bjartsýni!
Hlakka til að hitta alla þegar ég kem heim
Knús og bæbb
5 comments:
Já ég klappa þér á öxlina líka, stendur þig roooosalega vel:) Hlakka geðveikt til að sjá þig!!! :)
Elsksu stelpan mín.
Þú átt doppóttar skyrtur, helling af skóm, sólgleraugu og margt annað sem þú færð fyrir ekkert hér í Aðalstr.
Hlakka til að sjá þig. Þú hefðir nú átt að fljúga beint hingað :o(
knús
ein langþreytt á karlaveldi
Hulda þú ert doppan mín! Samt fyndið þetta lag með að klappa á öxlina, því mannstu klappið með hristinu sem við gerum allar from time to time og gerðum alltaf þegar við vorum í MA? Mega..en hérna bara sjáumst i morgen!
ps. það er partý hérna núna og sæja er geðveitk full og er að æla og allir hinir líka...nei djók þau eru bara að dansa við Billy Jean og eru hress...hehe og ég sit upp í rjáfri á fyrsta internetrúnti eftir vinnunna í kvöld! ótrúlegt
Hulda þú ert doppan mín! Samt fyndið þetta lag með að klappa á öxlina, því mannstu klappið með hristinu sem við gerum allar from time to time og gerðum alltaf þegar við vorum í MA? Mega..en hérna bara sjáumst i morgen!
ps. það er partý hérna núna og sæja er geðveitk full og er að æla og allir hinir líka...nei djók þau eru bara að dansa við Billy Jean og eru hress...hehe og ég sit upp í rjáfri á fyrsta internetrúnti eftir vinnunna í kvöld! ótrúlegt
Looking for information and found it at this great site... http://www.loweringcholesterol9.info Tv screen cleaner minivan digital cameras Cheap buspirone rx laser hair removal maine california paintball http://www.messageboardsonlinepharmacies.info nutritional supplements pee http://www.licking-shaved-pussy.info viagra back pain relief stretching video Marketing health supplements book refrigerators ge Com online travel
Post a Comment