Sunday, November 26, 2006

Med bauga undir augunum og mánudagur í vændum.....arg!

Á föstudaginn átti ég að fara að vinna á NOMA klukkan 16. Ég var búin að reyna allt sem í mínu valdi stóð til að að losna við vagtina, en nei hún var mín! Ég mætti því dauðþreytt í vinnuna eftir 7 tíma hópavinnu í skólanum og komst að því, að ég var að fara að þjóna á 'julefrokost'(fyllerí ársins hjá Dönum)fyrir 120 manns. Rúsínan í pylsuendanum var svo að partýið átti að vera til 01:30 með möguleika á framlenginu. Yess...geðveikt...akkúrat það sem mig langaði!
Jæja sagan af unaðsvagtinni er ekki búin. Kvöldið varð eftirminnilegt því brunakerfið fór tvisvar í gang, sem þýddi að við urðum að smala öllu liðinu tvisvar út í kuldann og bíða eftir að slökkvimennirnir kæmu og tjékkuðu hvort allt væri í orden (og ekki voru þeir foxy), hluti af forréttnum kláraðist þegar bara helmingurinn af liðinu var búinn að fá sér, þau spiluðu ABBA og Robby Williams allt kvöldið, ástralski kokkurinn okkar tróð tvöhundruð möndlum í 'ris a la mande-ið' sem gerði úthlutun á möndlugjöf að krefjandi verkefni og síðast en ekki síst féll ísskápur um koll sem gerði að borðplötur sem var stillt upp við hann lágu á víð og dreif.

Einhvern veginn var þetta samt bara fínasta vagt. Ég var reyndar dauða nær af þreytu þegar ég kom heim klukkan fjögur um nóttina, svo ekki sé talað um næsta morgun þegar ég átti að hitta hópinn minn í skólanum, en ég meina ég get bara sofið þegar ég verð gömul.

Stundum verður maður bara að brosa framan í lífið þó svo að brosið sé ekki endurgoldið.

Hulda - sem er nýbúin að skila af sér stóru verkefni og fær annað úthlutað á morgun.

6 comments:

Anonymous said...

Thu stendur thig vel kellingin... gangi ther vel i dag :)

Anonymous said...

Sæl gullið.

Það er nú alltaf gott að fá eitthvað í reynslupokann, sem hægt er að skemmta sér yfir í ellinni.

Knús
gömul móðir þin

Kristjana Páls said...

elskan segi eins og Auður..þú stendur þig svo vel og það má vel sofa bara þegar þú er orðin gömul...á milli þess sem þú skemmtir þér yfir hinum frábæra Juleforkost:D Svo er líka rosagott að sofa heima á Akureyri...

Anonymous said...

Össss...þvílíkur unaður...mér finnst samt krúttlegt að þú skulir skrifa vagt...er það danska;)?hlakka svooooooooooooooo til að fá þig heim!

Hulda hefur talað... said...

humm já vagt er víst danska...hehe....vakt já ehhhh

Anonymous said...

haha... ég sem var einmitt búin að sannfæra sjálfa mig um að vagt væri pottþétt alveg rétt á íslensku ;) Búin að vera of lengi í dí-kei...?