Tuesday, November 07, 2006

"dance like there's nobody watching"

Ég bý í húsi sem er byggt í kassa með garði í miðjunni. Þegar ég kíki út um eldhúsgluggann sé ég inn í íbúðirnar hinum megin við. Gluggagæjir er mitt annað nafn.

1.hæð
Unga myndarlega parið með ungu börnin tvö virðast sátt við lífið...og þau hafa svo sannarlega stjórn á því. Hvaða fjölskylda hefur tíma til að borða saman heitan hádegismat á venjulegum þriðjudegi...ÞAU. Hver nennir að ryksuga klukkan 9 á laugardagsmorgni...ÞAU. Þau eru svona fólk sem virðist hafa stjórn á öllu, börnin alltaf háttuð klukkan 9, vinum boðið í lekkeran mat, rauðvín drukkið og kertaljós kveikt. Held að þetta sé svona rútína á rútínu ofan fjölskylda, en samt á góðan hátt og með hunangsstoppum inná milli.



2.hæð
Þessi eru ekkert rosalega hrifin af því að láta sjá inn til sín. Þau eru alltaf með trérúllugardínurnar dregnar niður...en ég er búin að sálgreina þau útfra blómunum. Þetta eru hjón um fimmtugt hálf boring og barnlaus. Konan er kennari í eldri bekkjum grunnskóla og dundar sér við að sauma bútasaum í frítímanum og maðurinn vinnur á tryggingarfélagi og fær sér alltaf 'en lille en' þegar hann kemur heim úr vinnunni.

3.hæðUngt par sem bæði eru í skóla og vinna líka með. Núna standa tvær bjórflösku í glugganum plús kókflaska. Þau eru ekki sóðar...en finnst bara ekki gaman að taka til. Var litið yfir til þeirra um daginn og skellti heldur betur uppúr þegar ég sá að strákurinn var einn heima og var að fríka út...þá meina ég fríííííííka út í stofunni. Þyrfti að fá að heyra þetta lag sem hann var að hlusta á. Held að hann hafi ekki vitað að það væri verið að horfa á sig..."dance like there's nobody watching". Hell yeah svona á að gera þetta!

3.hæð íbúð til hægri - uppáhaldið mitt.
Ungt par (já ég bý sko ekki í neinu ellingjafjölbýlishúsi) hugsa að hún sé í skóla hann í vinnu. Þau djamma um helgar og sofa til klukkan 14 á sunnudögum. Þau hjálpast alltaf að við uppvaskið og virðast bara vera nokkuð samhent. Það besta er samt að hann rífur sig alltaf úr buxunum um leið og hann kemur heim úr vinnunni. Sem betur fer heldur hann samt nærbuxunum. Svona án gríns þá hef ég bara séð hann einu sinni í buxum og það var þegar þau héldu afmælispartý. Held kannski að drengurinn ætti að fara að fjárfesta í þægilegri buxum. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti strípihneigð...skemmtilegt fyrirbæri.

Já þá er komið að okkur
Ég er ekki með gardínur, en svo heppilega vill til að herbergið mitt snýr út að garðinum. Ég lifi oft í þeirri sjálfsblekkingu að það sé bara ég sem njósna um nágrannana. Búbburnar mínar hafa því stundum verið til sýnis...samt bara eldsnöggt þið vitið. Anna Elvíra og Ebba voru í heimsókn og gistu í herberginu mínu þannig að þeirra búbbur hafa líka verið til sýnis. Gaman hjá nágrönnunum.

Mamma kom í heimsókn um daginn og þá fattaði ég hvaðan ég hefði þetta, hún slökkti ljósin og allt. Svo stóðum við mægðurnar saman í syndinni.

Hulda - sem ætlar ekki að hætta að dansa þegar hún er ein, því það eru nefnilega fleiri sem gera svoleiðis.

5 comments:

Anonymous said...

hahaha snilld með gaurinn á brókinni...dance like there's nobody watching hvort sem það er á júllunum eða dindlinum!

Anonymous said...

haha, já. ég var nú frekar lengi að átta mig á því að fólkið beint á móti gæti léttilega "check me out" haha.

Anonymous said...

Össss...ég kannast við júllusýningar...ég bý á 6.hæð og finnst eins og enginn eigi að sjá mig...enda svo sem bara dópbæli í bakgarðinum hjá mér...já gaman að´essu!:)

Anonymous said...

Ohhhh en gaman að dansa eins og enginn sé að horfa á mann, það er bara verst þegar einhver sér mann..obbobobb

Anonymous said...

Hulda... koddu i kaffi... thu ert klarlega ordin ruglud af ad bua tharna nidurfra !!! Sveitaferd til Lyngby bjargar ther !!!