Friday, February 23, 2007

Hjólalæri og hraðamælir

Umferðaljós æsa upp í mér keppnisskapið - held kannski að þetta gæti talist til hjólasjúkdóms. Ég get ekki, ég endurtek, get EKKI tekið því rólega á hjóli. Rauða ljósið er minn keppinautur, líka þó ég hafi allan heimsins tíma. Ég veit nákvæmlega hversu geðveikt hratt ég þarf að hjóla frá fyrsta ljósinu á H.C.Andersens boulevard, svo ég nái þriðju ljósunum á "leigubílagrænu". Spara alveg þrjár mínútur á þessu! Alveg svitans virði...

Það er hraðamælir í einni götunni á leiðinni í vinnuna. Ég náði um daginn 27 km/klst, daginn eftir 28 km/klst og þarnæsta dag 29 km/klst...ég er alltaf að bæta mig haha. Vona að þessi mælir verði þarna að eilífu, hann auðgar líf mitt.

Í augnablikinu er reyndar snjór og stormur og hjólið því í biðstöðu. Veðurfarið er alveg að fara með Danina, smá snjór og það er eins og himinn og jörð séu að farast.

Mig vantar vetrarskó...

Hulda - blaut í fæturna og með hjólalæri.

p.s. takk kæru vinir sem lesið bloggið...gaman að sjá kommentin við síðustu færslu.

6 comments:

Anonymous said...

hjólalæri er mjög töff.

en já, týpískir útlendingar, sjá smá snjó og þá er allt vitlaust.
þau myndu ekki meika ísland í 5 mínútur

Nonni said...

Já þetta er frekar skondið með snjóinn og Danina. Mér finnst líka skondið að þegar snjóar smá þá er herra Dani mættur í snjógallan, kuldaskó, lúffur (svona fjallalúffur), brjálaða skíðahúfu og það liggur við að hann mæti með skíðagleraugu. Annars hafði ég ekki áttað mig á því að Danir væru svona miklir skíagarpar, þeir tala allan liðlangan daginn um skíði, skíðaferðir skíða hitt, skíða þetta. Danir eru fínir...

Kristjana Páls said...

já..Danirnir eru skrítnar spírur! Mér finnst að þú ættir að setja þér markmið fyrir vorið og sumarið..að ná 40 km/klst á hraðamælinum í vinnunni...klárlega verðugt markmið!!!

Anonymous said...

AHA kannast við þetta hjólahraða sindróm... lét snjóinn samt ekkert stoppa mig, skellti mer bara i snjógallan og lét vaða í gegnum skaflana (sannur íslegndingur) var samt 20 min lengur í skólan heheh...
Farðu nú að koma í kaffi við eigum malara og allt;)
kv.eva

Anonymous said...

nei sæl og blessuð frænka:D..hálf ættin bara sest að í danmörku=/..en jæja bið að heilsa og gangi þér allt í haginn;D
-Alexander

Lilý said...

Haha ég sá tetta einhverra hluta vegna fyrir mér i skets formi med tryllta tónlist undir.. á hjóli hvernig sem vidrar. Sumir vaxa skídin sín.. Hulda neglir fákinn!