Thursday, March 01, 2007

Það er óhugnanleg hvað er stutt á milli friðar og stríðsástands

Á leiðinni heim úr skólanum fékk ég ekki einn einasta múrstein í hausinn, bensínbombu kastað í veginn fyrir mig, ég sá engan reyk, engin slagsmál, heyrði engin óp, né sá votta fyrir "Ungere" eða víkingasveitinni. Mér finnst ég vera að missa af öllu 'actioninu'....missa af stríðinu í minni eigin borg.

Auðvitað meina ég þetta ekki. Ég er að sjálfsögðu guðslifandi fegin að búa ekki á Nørrebro og þurfa ekki að verða vitni að þessu öllu saman. Veit ekki hvenær þessari vitleysu líkur, ætli það verði nokkurn tímann?

Ég veit það allavega að ég myndi ekki vilja vera meðlimur af þessum "Faderhuset" trúarsöfnuði og eiga að hafa aðsetur á Jagtvej 69. Efast um að á þeirri adressu verði nokkurn tímann friður eftir þetta.

Þetta er búið að vera vitleysa frá upphafi til enda - byrjaði með hrikalegum mistökum stjórnvalda og endar í að "ungerne" snúa Kaupmannahöfn á hvolf. Ég veit ekki lengur með hverjum ég á að halda! Er í raun klofin og held með báðum fylkingum. Má það?

Jagtvej 69 tilheyrir Ungdomshuset og ég vil meina að þar hefði frekar átt að eiga sér stað uppbyggingarstarfsemi frekar en niðurrif. En ætli þetta sé ekki týpískt fyrir núverandi ríkisstjórn, allt sem er fokkíng öðruvísi á að hverfa og þar með endar allt saman með því að minnihlutahópar eiga hvergi aðsetur.
Ég er á hinn boginn komin með nóg af múrsteinakasti og bensínbombum - stríðinu er tapað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Löggan má gjarnan stoppa þetta núna.


Hulda - sem er heil á húfi og á leiðinni á öskudagsball á morgun vííííí

4 comments:

Kristjana Páls said...

já þetta er alveg satt að fólk sem er eitthvað öðru vísi og svona óhugnanlegt á einhvern hátt verður fyrir fordómum og fólk svona yglir sig við þeim. Goth er eitthvað sem er ekki vel "liðið" í samfélaginu. En það er ekki ástæða til þess að leggja fólk í einelti vegna útlits þeirra, en svo má spyrja sig af hverju fólk klæðir sig svona "andfélagslega". æjj við erum búnar að eiga samræður um þetta of oft og hætta skal leik þá hæst hann stendur

Súper góða skemmtun á öskudagsfest... be sure to take a photo of you in your outfit and style:D með varalit út á kinnar (úr hvaða lagi er þetta)

Lilý said...

Mér óar við þessum ólátum.. uss uss usss

Sæja said...

Fegin er ég að þú ert ekki í miðju ólátanna. Þetta mál er allt hið undarlegasta og hef ekki fylgst með því neitt að ráði. Skil að fólkinu finnist að því vegið þegar húsnæði þess er tekið en fyrir það fyrsta þá átti það aldrei neitt í því og samkvæmt fréttum hér er búið að bjóða því annað húsnæði í staðin sem þau neituðu. Eru þau þá ekki búin að mála sig svoldið útí horn. Og svona uppreisn gerir akkúrat ekkert gott.

Anna Elvíra Herrera said...

jæja það er nú gott að sjá að þú ert ennþá heil að höldnu :)