Að verða 23ja er einhvern veginn, ég veit það ekki, ekkert spes....eða allavega hélt ég ekki.
23ja hljómar óþægilega fullorðinslega - en samt nær maður engum áfanga, ekkert svona "jesssss núna má ég fara í Sjallann". Ætli þetta sé ekki búið með "jess núna má ég..."?!?
Dagurinn í gær var samt yndislegur!
Ég vaknaði við að sólin skein inn um gluggan hjá mér og fuglarnir sungu svo fallega (ég má vera væmin ég á næstum ennþá afmæli).
Anna systir útbjó dýrindis morgunmat með nýpressuðum appelsínusafa, latte, heitu brauði og sænskum kanelsnúðum...mmm...
Ég hjólaði svo í skólann með sólgleraugun á mér og með köku undir hendinni (þó ekki í handakrikanum). Sólin skein sko bara af því að ég er búin að vera svo ógó góð stelpa í ár - þið vitið mega, ýkt, geðveikislega góðhjörtuð.
Eftir tímana í skólanum bauð ég nokkrum vel útvöldum í köku og við sátum líklega 15 saman í "kaffihúsi" skólans og smjöttuðum á heimabakaðri brownie köku og drukkum kakó með. Vinirnir góðu sungu svo afmælissönginn fyrir mig og ég roðnaði auðvitað smá...maður má það skooo alveg þegar maður á afmæli. Eftir huggustundina með bekkjarfélögunum hittist ég með Önnu niðri í bæ. Við fórum út að borða í boði mömmu og pabba (takk ma og pa :*) og Anna bauð mér svo í konunglega ballettinn þar sem við sáum stykkið Caroline Matilde.
Hef bara eitt að segja - vóóóóóóóóóó!!! Hafið þið séð stálrassana sem karlkyns ballettdansarar eru með! Sýningin var góð, en roplyktin sem gusaði upp frá manninum við hliðiná var ekki eins góð.
Takk fyrir öll þau fögru sms skeyti, myspace skilaboð, símtöl og fallegu hugsanir sem ég fékk í gær. Þið eruð yndisleg...
Hulda 23ja - og aldrei verið stærri (haha)
Thursday, March 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
hittistu með mér? hverslags málfar er þetta á þér stúlka?!
en já góður dagur góðir rassar.
Haha, hittist með, er það eitthvað svona "ég ætla að taka sturtu" dæmi...þú ert æði, gott að dagurinn var góður og gott að brjóstin halda áfram að stækka, haha, hvar endar þetta?!:*
umm ég elska roplykt...sérstaklega spægipylsuroplykt!
Koma svo "hittist ég með" hljómar drusluvel. Hvaða rugl og vitleysa er þetta í ykkur.
En svona til að afsaka mig þá er ég undir gríðarlega sterkum áhrifum frá dönskunni, en þar segir maður "mødtes jeg med"...ef einhver skildi vera í vafa. Ég viðurkenni það samt alveg að þeta er orðið nokkuð löng afsökun...takk og bæ;)
Hélt að ég myndi aldrei detta inn í þessa mállýsku ykkar systra en mér finnst orðið frekar strembið að tala íslensku. Er kominn í sama gír og þið systur, þýða frá dönsku yfir á íslensku. Varðandi færsluleysi þá er búið að vera svooo mikið að gera hérna, er einn í hóp því rottan sem átti að vera með mér hvarf. Er samt búinn með þetta og tókst vel......framlæggelse á eftir úúúú :S
"Eftir huggustundina með bekkjarfélögunum hittist ég með Önnu niðri í bæ"
Ég hef áhyggjur af því hvort ég mun skilja þig næst þegar ég "hittist með þér" Hulda mín!
Post a Comment