Wednesday, March 21, 2007

Andi með rass í bala

Settist hérna við tölvuna og bjóst við að geta hrist svo sem eins og einni blogg færslu fram úr erminni. Ég sit hér og bíð andans góða - blogg andans. Stundum lætur hann bíða óþarflega lengi eftir sér þessi andi fjandi. Í þessum skrifuðu er ég enn að bíða, en á meðan á biðinni stendur fylli ég upp í línurnar með þvaðri. Er strax komin með fjórar línur og enn ekki búin að segja neitt. Ágætis árangur myndi ég segja (4 1/2 núna).

Jæja nú treysti ég á andann vin minn...
einn
tveir
og
  • Ég bakaði speltbollur með fjölkorni og sólblómafræjum í fyrradag.
  • Ég er að drekka rauðvín núna.
  • Veðrið er ógeðslegt - alltaf!
  • Ég er með kveikt á sjónvarpinu, en samt með það á mute. Stundum getur sjónvarpið virkað eins og vinur - verið til staðar, en þarf ekki endilega að segja neitt.
  • Ég keypti mér nýjan klút í genbrug dag - safnið er orðið 32 stk.
  • Ég er að fara til Berlínar um páskana með Lene og Selmu.
  • Ég keypti mér kort í RÆKTINA áðan!

Ok, andinn hjálpaði ekki rass í bala til við þessa færslu, en en en en en samt fenguð þið fullt af góðum sögum. Heppin þið!

Hulda skapulda segir góða nótt og sofið rótt

5 comments:

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Sit hér á kafi í skattapappírum. I love it!
Pápi þinn kyrjar með hinum körlunum og þeir æfa sig extra vel fyrir söngferðalagið í sumar. Vona að ég komist með.
Förum suður á Myllufund um helgina. Myllan er í Frakklandi :o) í september ef guðirnir verða mér hliðhollir (til tilbreytingar). Kossar til Kaupmannahafnar.
mútta

Anonymous said...

koss og knus,
audur

Anonymous said...

Ég þakka greinagóðar upplýsingar um daglegt líf þitt, finnst eins og ég sé bara hluti af því.
Er svo hjartanlega sammála þér með sjónvarpið. Stend mig æ oftar að því að hafa kveikt á því á mute einmitt og vera svo að horfa á einhvern þátt í tölvunni. Stundum er maður svo skrýtin.

Anonymous said...

Hei siss.
Sit hér með lilla Billa og raða í hann cherrios hringjum. Hann getur étið skinnið en er ekki alveg eins klár að hitta í munnin, svona 50% hringjanna enda á gólfinu. Mikið vildi ég vera að far á tónleika með The Arcade fire og til Berlínar, ohhhhh... Knús frá okkur feðgum í Grænu

Kristjana Páls said...

knúsí lús og til hamingju með þig:D