Sunday, February 18, 2007

úrvinda...

Ég er búin að vera á morgunvöktum núna um helgina. Mætti klukkan sjö í gærmorgun og átta í dag. Vinnan mín liggur í klukkutíma fjarlægð á hjóli héðan...þannig að í gær lagði ég af stað heimanfrá klukkan sex!!! Klukkan sex á laugardagsmorgni er fólk að skríða heim af djamminu...það gerir ferðina óneitanlega skemmtilegri (átta mig ekki alveg sjálf á því hvort þetta er skrifað í kaldhæðni eða ekki!). Veit samt ekki alveg hversu svalt það er að nota stundum 3 klukkutíma af þessum 24 sem ég hef í sólarhringnum á hjólinu mínu. Verð allavega að viðurkenna að ég er ogguponku þreytt í fótunum núna.

Svefn er búinn að vera af takmörkuðum skammti um helgina...er úrvinda. Það er erfitt að reyna að "socialisera" og fara snemma heim. Er ekki góð í því að fara snemma heim. Fer á langar kvöldvaktir á morgun og hinn - úff púff múff júff. Ætla að fara að hætta að vinna svona. Verðlaunaði reyndar sjálfa mig í gær eftir vinnu og kíkti við í H&M. Keypti allskonar spennur, töskur og drasl...þið vitið svona dót sem mig vantar ekki, en ég meina "the more the merrier".
Ég las bók um daginn sem heitir "Confessions of a shopaholic".....fannst eins og hún væri sjálfsævisaga. Nei, djók fannst meira næs að vita að það er til fólk sem er verra en ég. Bókin var léttmeti - gott léttmeti. Stundum þarf maður á svoleiðis að halda.

Fór og kyssti Sæju hæ og bæ á Kastrup áðan - hún hafði tekið smá H&M flipp í Árhúsum. You go girl!

Er komin með fiðring í magann fyrir miðvikudaginn....RATATAT TÓNLEIKAR! júhú

Svefndrukknar kveðjur frá Köben

Hulda skabulda

p.s. les einhver þetta blogg? hér er smá könnun - kvitt please, bara í þetta eina skipti. Það myndi gleðja mitt litla hjarta ósegjanlega mikið...merci. peace out

19 comments:

Anonymous said...

Jei við erum úrvinda vinkonur!! var að koma heim af bókasafninu, kl. 23 á sunnudagskvöldi.. rosa er maður sósíal;) a bientot

Kristjana Páls said...

hahaha ...já ég hef líka lesið confessions of a shopaholic og mjög gott léttmeti þar á ferð..mér einmitt fannst ég stundum vera að lesa um sjálfa mig, sérstaklega á fyrstu blaðsíðunum..það var mjöög óþægilegt
en annars til hamingju með "the more the merrier" ferðina í HM..þær eru svo góðar svona ferðir, þú veist að safna smá saman í sarpinn! Skárra en að taka bomburnar
förum við ekki að salonen þegar ég kem í vor? ef þú ert til í deit?

Hulda hefur talað... said...

Dugleg stelpa Valgerður - vona að það gangi vel með ritgerðina.
Ójú Kristjana svo þokkalega förum við á Salonen...og jafnvel Kalaset líka;)

Anonymous said...

audvitad les madur bloggid thitt... ekki orvænta her...

ma jeg koma med a salonen... eda hvad thad heitir nyji systur-stadurinn... ?!?

ta ta
audur

anna said...

ég les líka og thad m.a.s. stundum í vinnunni thegar er rólegt...og thad thrátt fyrir ad búa med thér systir gód...

Anonymous said...

Ég les líka bloggið þitt Húlda mín í von um krassandi kjaftasögur frá Köben til þess að hressa upp á hversdaginn og sjaldnast verð ég fyrir vonbrigðum... óseisei nei. -Margrét

Sæja said...

Að sjálfsögðu les ég en er því miður ekki alltaf nógu frjó til að kvitta. Takk fyrir unaðslegt ,,hitt" á Kastrup, hefði verið ánægjulegra að eyða lengri tíma í faðmi þér en koma tímar koma ráð.
Sæja

Anonymous said...

Ég kíkka oft hérna inn þótt ég sé ekki dulleg að kommenta :)

Anonymous said...

Hæhæ og hóhó...langaði líka að segja þér að Ormssiðurinn þinn verður tekinn til umræðu á morgun! úúú...svo fræg og góð (allavega á meðal þjóðfræðiplebba)

Nonni said...

Les ekki, kvitta bara ;)

Nonni said...

kíktu a myndabloggid mitt...

Laufey said...

Hæ Hulda:-)

Anonymous said...

Ég var að lesa.

Ratatat á eftir.

Vi ses.

Anna Elvíra Herrera said...

já auðvitað les ég bloggið þitt...þessi blogg halda mér uppi í skólanum :D

Anonymous said...

Jú elskan ég les...er reyndar eitthvað dottin út úr bloggfílingnum og tek bara svona góðan rúnt endrum og eins...eftir að maður hætti að blogga sjálfur þá einhvern veginn gleymir maður sér...en þú ert æði elskan og ég sakna þín!

Anonymous said...

ég las.. ég hló meira segja pínu:)

kv. ebba

Anonymous said...

Nokkrum dogum seinna en eg les samt. Og eg er ad eyda timanum i ad lesa Shopaholic Abroad herna i Laos.. vel gert.

Anonymous said...

Ég las þetta meira að segja líka. að vísu svolítið sein en alltaf hressandi lesning.

din Mjona

Lilý said...

Hóhó Hulda á kafi í snjó! Ég les elskan.. tegar ég dett í netgírinn, altså tegar ég er í próflestri ;)