Wednesday, January 31, 2007

Suma daga lifi ég hátt aðra daga lifi ég ekki (eða kannski smá).

Ef ég lifði alltaf hátt, væri dæmið svona. Of mikið + of mikið = brjálaður bankaráðgjafi
Ef ég lifði alltaf lágt, væri dæmið svona. Of lítið + of lítið = þunglynd Hulda

Ég fer ekki gullna milliveginn heldur skapa hann við að setja dæmið upp og láta útkomuna vera einhversstaðar þarna á milli.
Ætli það sé ekki svona, í mínu tilfelli, sem hinn gullni meðalvegur skapast:
Of mikið + of lítið = Hulda í ágætu sálrænu jafnvægi og bankareikningur sem hefur það OK. Ef maður lifði alltaf einhversstaðar þarna á milli væri lífið þá ekki of leiðinlegt?

Ég lifði hátt í gær. Las til klukkan tvö, en fór svo að hitta Selmu. Við byrjuðum á því að fara á loppumarkað (keypti mér járnpott), fórum svo á kaffihús, skelltum okkur svo inní bæ í búðir (kortið var auðvitað straujað) og enduðum svo á kaffihúsí aftur þar sem við borðuðum dýrindis samlokur. Ég lét reyndar ekki staðar numið þarna heldur skellti mér í bíó, svona til að setja punktinn yfir iið. Sá þýska mynd sem heitir Das Leben der Anderen. Ótrúleg mynd, hana verðið þið að sjá!

Annað dæmi um öfgakenndan lífsmáta minn er að ég þarf að taka til annan hvern dag. Held að það sé einhver fullnægja fólgin í því að sjá herbergið komast í samt horf aftur. Að viðhalda því fínu reynist mér allavega lífsins ómögulegt. Var að taka til áðan og sit hérna núna við kertaljós og hlusta á Explosions in the sky....mmm.

Talandi um mmmm....ég eldaði mér áðan. Hélt reyndar að ég væri að elda fyrir okkur báðar systurnar, en Anna þurfti að vinna yfirvinnu. Í 2 vikur var ég búin að láta mig dreyma um grískar kjötbollur, kartöflur og tzatziki og í kvöld lét ég verða að því. Nennti ekki að borða ein og skellti þess vegna einum Desperate Housewives, svo fann ég einn jólabjór inní ísskáp og úr varð úrvals kvöldmáltíð með úrvals afþreyingu.

Jæja, ætla að fara að skrifa ömmu bréf...

Hulda skapulda.

3 comments:

Anna Elvíra Herrera said...

ég held að það sé best að fara gullna meðalveginn :D

Anonymous said...

Hej min skat.
Bare det var mig der havde ryddet op og lavet god mad :o(

Hér vantar einhvern með hreingerningaræði. Allt gott annrs.
Kossar
ma og pa

Kristjana Páls said...

blogg takk min Crazy veninde...