Tuesday, January 16, 2007

Færsla skrifuð ca. 2.jan

Vandræði á blogger.com
Category: Blogging

Hér kemur bloggið sem átti að birtast fyrir löngu síðan á blogginu mínu, en blogger.com var ekki í stuði um jólin, né heldur um áramótin þannig að ég hef ekkert getað birt.

Nú er ég búin að vera á Akureyri city síðan 18.desember - er löngu hætt að geta fylgst með hvaða mánaðardagur er, hvað þá vikudagur. Dagarnir virðast einhvern veginn allir renna saman, ætli það sé ekki sökum óhóflegs legu á sófanum og í rúminu. Letilíf hefur einkennt þessi jól, letilíf, sem enn er næstum hálfur mánuður eftir af. HÁLFUR MÁNUÐUR! Ég er að verða komin með nóg af því að sofa út. Er búin að snúa sólarhringnum svooo mikið við, ligg meira að segja andvaka þegar ég fer að sofa klukkan 03:00, því 03:00 er einfaldlega of snemmt. Líkamsklukkan mín er heldur ekki að fíla "Huldu bjartsýnu" sem stillir vekjaraklukkuna á 10:30 - ónei klukkan 10:30 líður mér eins og klukkan sé 6 að morgni. Er farin að þrá einhverja rútínu, eitthvað að gera, eitthvað til að skrifa á to do listann minn...eða reyndar hef ég alveg eitthvað að setja á to do listann, en kem bara engu í verk. Letilíf ó letilíf hvað ertu að gera mér!

Dansgleðin hefur samt sjaldan setið á sér. Er búin að fara fjórum sinnum á skrallið, sem mér finnst nokkuð vel af sér vikið. En þegar maður fer á sömu staðina og hittir sama fólkið trekk í trekk þá finnur maður, að líklega er það tilbreytingarnar sem gefa lífinu lit. Er strax farin að hlakka til að kíkja á næturlífið í Reykjavík...

Akureyri er lítill bær, þó að hann sé "den største by ude på landet" eins og ég kýs að kalla það. Þegar ég, Kris piss og Sólin höfum ætlað að gera eitthvað hefur spurningin verið "jæja stelpur er það Karó í kvöld?", já eða ef maður er í skapi til að gera eitthvað villt þá er það "jæja bíó?". Gamalkunni möguleikinn "rúnturinn" er því miður (já eða ekki svo miður) dottinn út - einhvern veginn hefur löngunin í að keyra hring eftir hring eftir hring og eyða bensíni foreldranna minnkað með árunum.
Veit ekki hvort sé hægt að kenna stærð bæjarins um vöntun á möguleikum, kannski er þetta bara hugmyndaleysið, gamla góða "mamma mér leiðist". Smægð bæjarins hefur samt sína kosti líka (er diplómatísk að eðlisfari), því hvað er yndislegra en að vera boðið góðan daginn af fólki sem maður mætir á gangstéttinni, þekkja annanhvern mann sem maður mætir í bænum, hitta næstum alla úr gamla skólanum sínum bara við að taka eitt Karó-->Amour-->Kaffi Akureyri-rúnt, já eða þekkja strætóbílstjórann, sem stoppar beint fyrir utan heimilið þitt, svo þú þurfir ekki að labba þessa 200 metra frá strætóstoppinu að óþörfu.

Hefði kannski átt að rifja upp liðið ár, en nei þetta kom í staðinn. Er bara sátt við að hafa náð að æla út úr mér bloggi.

Gleðiliegt nýtt ár allir saman og takk fyrir gömlu góðu, megi þau verða fleiri og enn betri.

Hulda, sem strengdi ekki eitt einasta áramótaheit, en er samt með 1000 óformleg í kollinum. Árið 2007 hear I come!!!!

No comments: