Ég gerði Huldu-met í að pakka upp úr töskunum...er búin að því og ákvað að ryksuga í leiðinni. Ég hlýt að vera eitthvað veik!?!
Setti batterí í kínaköttinn sem Sólveig Ása gaf mér í jólagjöf. Hann á að boða gæfu í peningamálum, sem ég ætla rétt svo að vona að standist því ég missti mig aðeins í fríhöfninni í gær. Skellti mér á iPod og digital myndavél og eyddi 60.000 sisvona, en Atli Euroson ákvað til allrar hamingju að blæða. Fékk svo mikið kikk út úr þessum kaupum að ég gerði innkaupalista.
Næstu kaup verða:
plötuspilari,
harður diskur,
skrifborðsstóll
og hraðsuðuketill.
...ætli ég byrji samt ekki á hraðsuðukatlinum.
Fór í regnjakkanum mínum út áðan. Hér er grátt, hér er rigning, hér er regnjakkinn jafnvel enn betri vinur en Atli.
Takk fyrir ást og unað á Íslandi. Þetta var ljúf ferð.
Hulda.
Tuesday, January 16, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Velkomin aftur elskan... byduru i kaffi ? Eitthvad tharf madur ad ger til ad lyfta ser uppur graa litnum !!!
luf
Audur
Jahh thad er ekkert smá....hvernig myndavél er thetta?? Frekar dyr innkaupalisti samt.....
mér finnst plötuspilari mikilvægari fjárfesting heldur en hraðsuðuketill. Þú átt hvort sem er gaseldavél og vatnið sýður svo hratt upp þegar þú ert með gas..eða hvað? Jóda systir fékk hraðsuðuketil í jólagjöf í fyrra og velti því mikið fyrir sér hvort hún ætti ekki bara að skila honum, hún ætti hvort sem er eldavél og pott til að sjóða vatnið í og var svona að pæla í því hvort að vatn syði almennt eitthvað hraðar í hraðsuðukatli. Þá benti hann Atli hennar henni á þetta héti nú HRAÐsuðuketill og væntalega og eðli málsins samkvæmt þá hlyti vatn að sjóða hraðar í hraðsuðukatli en í potti á eldavélarhellu. Það endaði svo með því að Jóda ákvað að eiga ketilinn og sýður núna vatn totally á notime!!!
..góð saga
en engu að "sýður" er plötuspilari mikilvægari
Sæl gullið.
Hvernig virkar ryksugan? Flottur litur ikk? Komdu nú inn á Skype af og til og biddu Önnu ástföngnu að gera slíkt hið sama.
Kossar úr kuldanum á Akureyri.
Mútta
Held Kristjana að vatnið sjóði hraðar í hraðsuðukatlinum...ég get allavega skellt mér í bað á meðan vatnið myndast við að sjóða á gasinu. Held að hraðsuðuketill sé málið.
Mamma, ryksugan er svo fín. Hún er í senn kröftug og falleg:D Þetta er allt annað líf...
Djöfull er ég ánægð með þig!
Ipod og camera! De e najs.. http://youtube.com/watch?v=V9nEPvca4vk de e de som gjer en power!
hunang og hesslihnetur
Halló
Langaði bara að kvitta og reyndar að fá mailið þitt, langar svo að spurja þig smá.... ekkert alvarlegt:)
kv.Freyja
Post a Comment