Já á TV3 er hvorki meira né minna Söndru Bullock helgi...gerist það betra.
Ok þetta var kaldhæðni. Veit ekki hverjum datt í hug að tileinka henni heila helgi, ætli sjónvarpinu hafi ekki boðist einhver Söndru-pakki á topp prís.
Ég og Lene vinkona liggjum hérna í sófanum, mettar og sælar eftir dýrindis máltíð með rauðvíni og alles.
Ég skilaði einu prófverkefninu í gær, case verkefni sem við vinnum í hópum og fáum 72 tíma til þess. Í gær klukkan 16 hafði ég ekki sofið í 34 tíma. Í dag var ég þreytt...á morgun þarf ég að læra...og hinn fæ ég nýtt 72 tíma verkefni. ARG úff púff, lifi ég þetta af?
Ætla að skella mér tilbaka til Söndru Bullock myndarinnar...
Sofið rótt.
Saturday, April 22, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Jesús á að ganga af ykkur dauðum þarna. Reyndu nú að fara vel með þig í guðanna bænum
já gerðu það ástin...gangi þér sem allra best ljúfan
Stjana...
Post a Comment