Sunday, March 26, 2006

Glimmer og kampavín = Trabant

My Ziggy, rottumeðlimur með meiru, var í heimsókn hjá mér um helgina. Hún er dúndur og einhverra hluta vegna var hún öll í glimmeri daginn eftir tónleikana með Trabant...hehe. Tónleikarnir voru líka æðisgengnir!!...en getið þið sagt mér, hvernig stendur á því að sveittur maður með bjórvömb, sem er að hella yfir sig kampavíni getur verið sexí?

Er annars bara í því að henda peningum út um gluggann þessa dagana. Ég og stöðumælaverðir Kaupmannahafnar erum 'læk ðis'...ég er nú þegar búin að næla mér í tvær sektir. Anna Mjöll, stórsöngkona hefði líklega sungið "stoppaðu hér, stopp trúðu mér" og það segi ég líka "stopp hingað og ekki lengra!"
Hvernig er það svo með eurovision, hvenær er keppnin? Mig langar í svona bling bling hring eins og Silvía Nótt á og mig langar í Júróvisionpartý! Held að ég hefji herferð hér í Danmörku, svona image-herferð, það vantar nefnilega aðeins meiri júróvisíongleði í Danina.

Hef sagt það áður og segi það aftur, I need some sun. Núne er rigning og rok og ógeðslegt veður...og greyið litlu blómin sem voru svo bjartsýn að gæjast upp úr moldinni fyrir nokkrum dögum eiga sér ekki viðreisnar von. Mig langar að sjá túlípana, páskaliljur og finna lyktina af vorinu. Ég er grá að innan sem utan...mest samt að utan, hárið á mér er "leverpostejfarvet" og húðin á mér er gegnsæ. Sól, sól skín á mig!

Vona að þið hafið fullt af sól í hjarta til að koma ykkur í gegnum þessa síðustu og verstu;)

Sunnudagsknús
Hulda

2 comments:

Kristjana Páls said...

jájájá...meira glimmer, meira júróvisjón og meiri sól í lífið...
góð samlíking þette með leverpostejfarvet hår!!!hahahaha
EN...það er alltaf möguleika að kaupa eitt stykki háfjalla sólar lampa og skreppa með hann niðrá strönd, (ja fyrst þú býrð þarna við hliðana á ströndinni) og taka sól!
en hey vá hvað ég hlakka til að koma til Denmark 1.sept..avúhúú

Hulda hefur talað... said...

Já tótallí töff...hlakka ógó mikid til! Sjáumst...