Ég er partý pooper! Var boðið í tvö partý, ætlaði í bæði en sit samt hérna heima undir sæng og er að læra. Nörd...haa ég?! Verð samt að viðurkenna að ég er pínu stolt, því ég er hér með að slá nýtt met. Þetta er ÖNNUR helgin í röð sem ég djamma ekki! Eins gott að næsta helgi verði dúndur. Er að fara á tónleika með Jenny Wilson (er þetta ekki pínu pornólegt nafn?) þannig að ég býst ekki við öðru.
Það er svo kalt hérna í íbúðinni okkar að ég verð að sofa með tvær sængur, en vakna samt með rautt og kalt nef. Var að skrifa sms áðan á símann minn og hann var allur svona hægur....þið vitið eins og þegar maður gleymir símanum úti í köldum bíl. Mér líður pínu eins og ég búi í íshöll.

Vorkveðjur
Hulda
10 comments:
Þvílíkur dugnaður!En hvernig er það, má ekki kynda húsið svoldið? Einhverra hluta vegna held ég að maðurinn eigi peninga til þess.
já sammála seinasta ræðumanni sem er eimitt smbýliskona mín og sér til þess að húsnæði okkar sé ávallt hlýtt og gott. Þar er auðvitað ungmeyjarhitinn á ferð sem kyndir!
Hver er Jenny Wilson? Syngur hún theme-songið í Debbie does them all?
Já kannski er þetta ekki íshöllinni að kenna heldur kynkuldanum!
Annað:Kristjana farðu inn á
http://www.jennywilson.net/
Þetta er gellan. Smelltu á discography -þá geturu hlustað á t.d. allan "Love and Youth";)
Gott hjá þér gullið mitt að vera heima og læra. Það skilur meira eftir sig en eitthvað skrall.
Knús í hús
mútta
vá Hulda..hún er æði! Skemmtu þér svo vel á tónleikunum! Vildi að ég væri að fara líka;)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU DÚLLAN MÍN. éG VONA AÐ ÞÚ EIGIR GÓÐAN AFMÆLISDAG.
1000 KOSSAR MAMMA
Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Hulda,
hún á afmæli í dag.
Til hammó með ammó elsku Hulda mín. Vona að þú eigir unaðs afmælisdag.
Kv. Sæja
YOU VE BEEN HIT BY THE
|^^^^^^^^^^^^|
|BEAUTIFUL truck | |""";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
"(@ ) (@ )""""*|(@ )(@ )*****(@
ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!
til hamingju litla rúsína
þín 4 evvahhh
við fórum sambýliskonurnar út að borða á American Style í tilefni af afmælinu þínu og fengum okkur síðan ís í eftirrétt á ískaffiinu á suðurlandsbraut!
Næs að halda svona upp á afmæli vinkonu sinnar sem býr hinum megin við hafið;D
Sendi þér 2 sms í dag,eða sko í 2 símanr. vonandi fékkstu þau..það voru bara afmæliskveðjur!Til hamingju með daginn elskan mín..vonandi hafðiru það gott..knúsar...!
Lubbs
Post a Comment