Thursday, March 09, 2006

Sætur rass, því að sitja á honum?

Hér er ég...rétt með hausinn uppúr verkefnaflóðinu, var reyndar að skila einu af mér rétt í þessu þannig að ég hugsa að ég muni ekki drukkna í þetta skiptið. Er samt of þreytt til að vera glöð og líka of þreytt til að fara að sofa. Meikar það sens? Ekki beint, en samt sit ég hér blogga og skoða blogg.

Honníbal var gleðigjafi í dag. Ég sat í tölvunni og var á kafi í mínum eigin hugsunum þegar ég heyri einhver undarleg hljóð. Hannibal, litli feiti kúturinn, sat á rassinum og var að hlunkast um, að reyna að bíta í skottið á sér. Þvílík sjón.

Á fóninum: Jenny Wilson -Love and Youth- Góður diskur sko...

Bæbb

Hulda

p.s. er það ekki soldið aumkunarvert að það áhugaverðasta í lífi mínu þessa dagana er hundur? æjiégveitþaðekki

1 comment:

Anna Elvíra Herrera said...

Hæ hæ
takk fyrir heimsóknina ;)

Gott að sjá að þú hafir það gott í Köben.