Sunday, June 04, 2006

Pikk nikk og andfýla

úffffff ég anga svo mikið af hvítlauk núna að þið trúið því varla. Borðaði kjúkling með hvítlaukssósu í kvöldmatinn, afgangar síðan í gær, og hvítlaukssósan var búin að standa og marinera sig sjálfa í sólarhring (æji þið fattið)...og hún var sterk fyrir. Maginn á mér er eins og ólgusjór núna...
Öllu skemmtilegri sjór er mér á hægri hönd núna. Sit í stofunni með útsýni yfir hafið (æji ég verð að fara að hætta að monta mig)...og sólin, fuglarnir, grillið, veröndin...verkefnið!
Já lífið er ekki bara dans á rósum þessa dagana. Er að skrifa fyrsta árs verkefni með fjórum öðrum stelpum. Erum að skrifa um ristilkrabbamein, eða réttara sagt ágreining sem hefur skapast vegna tilboðs um ristilkrabbameinsskoðun. Já og við völdum efnið sjálfar...við höfum svo mikinn áhuga á kúk og þörmum að við gátum hreinlega ekki látið þetta kyrrt liggja.

Gleðilega hvítasunnuhelgi. Er það ekki eitthvað?

Keyrði heim úr vinnunni í dag. Spotti sem tekur venjulega korter tók í dag 1 og 1/2 tíma. Er með strengi í kúplingafætinum núna....ansk**** pikk nikk óða fólk. Getiði ekki verið heima hjá ykkur?

Jæja er farin aftur á vit Beck, Breck, Fairclough og allra hinna góðu vina minna.

Sí jú aránd
Hulda

4 comments:

Anonymous said...

takk sömó fyrir spjallið! ég eiginlega öfunda þig af þessari hvítlaukslykt, sko þá að hafa borðað þessa sósu alltsvo. Var hún ekki unaðslega góð. Ég hef líka heyrt að hvítlaukur sé sérlega góður fyrir ristilinn:) ja men, nu er kaffen klar og ég má til með að fara að drekka það:D

Nonni said...

Ég er líka með útsýni yfir hafið..... en kannski ekki ferrari í stæðinu.

Anonymous said...

Sælinú.
Hér fer enginn í pikk nikk. Hér er fólk með húfur niður fyrir munn og getur ekki borðað fyrir tannaglamri. Var úti á velli að kveðja Kaløfara og marga aðra sem greinilega ætluðu að njóta Danmerkur næstu daga. Jón Magg. og Kata, Árni frændi þinn á Húsavík og Helga og hellingur af glaðbeittu fólki. Hvenær á ég að passa Hannibal og húsið??? Danir og Íslendingar berja hverjir á öðrum uppi í KA-heimili og sent beint. Held með Dönum.
Knús
mútta

Nonni said...

....sem btw töpuðu fyrir Íslendingum.