Fyrir það fyrsta hef ég verið með smá heimþrá undanfarið, ekkert alvarlegt þó enda er maður að reyna að þykjast vera fullorðinn, standa á eigin fótum og takast á við alvöru lífsins án þess að bugast og væla. Stundum langar mig ennþá að vera lítið barn í kerru og vera keyrð um allt án þess að þurfa að hugsa um eitt né neitt.
Æji ég veit það ekki, ég nenni stundum bara ekki meiru.
Ég og Anna sögðum hundapíustarfinu upp og fluttum frá Klampenborg. Stundum fattar maður að eitthvað sem á yfirborðinu virðist vera frábært, er kannski alls ekki svo frábært heldur er að hafa meiri neikvæð áhrif á mann en jákvæð. Stressvaldur, binding og pressa. Það eina sem mig langar er að njóta þess að lifa...og þetta starf var ekki að bjóða upp á það. Jú ég gat drukkið kaffi úr fancy vél, borðað morgunmat úti við sjávarnið og fengið nýpressaðan appelsínusafa, en ég komst að því að þetta var bara ekki þess virði. Þannig að "Hallarævintýrið" í Klampenborg varði stutt. Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri.
Núna eigum ég og Anna reyndar hvergi heima. Dótið okkar er í geymslu...og við búum á götunni. Ekki alveg reyndar;) Erum komnar með kollegí herbergið hennar Lilju frænku, þannig að við erum með þak yfir höfuðið í sumar og neyðumst ekki til að drekka "guldbajere" med lýðnum í parkinum.

Ætla að sjá svo margt á Roskilde...ohhhhhhh titra crazy crazy crazy crazy
5 comments:
Það er samt gott að hafa upplifað þetta yfirborðslega, þú veist með appelsínusafann, kaffið og sjávarniðinn og í rauninni hafa fattað að það er alls ekki málið. Það þarf víst eitthvað meira til að maður njóti lífsins. En þetta hlýtur og mun fara að ganga núna. Ævintýrið er ekkert búið, bara þessi kafli sem gerist í höllinni.
ertu búin að kaupa 11 kassa af bjór fyrir roskilde?
og talandi um rauða boli, þá held ég að þú eigir eitt stykki rauðan bol hérna inni í skápnum mínum. Passar sennilega sérlega vel við gallabuxur...
hehe og annað...Atli blæddi á ipoddinn;)
Atli er snillingur...kannski að ég fái hann til að blæða á minn líka. En hvaða bolur er þetta, einhver skemmtilegur eda bara svona bómullar-boring úr H&M?
Nei innkaupsferðin er ekki ennþá búin...held að við kaupum líka slatta af fernuvíni, maður má nefnilega taka það með inn á tónleikasvæðið;) Dósir og flöskur eru bannaðar þar inni af því að fólk á það til að fara að henda þessu út og suður, í hausinn á öðru fólki og svona. Bjór úr plastglösum er samt alltílæ.
Í rauninni er þetta ekki skemmtilegur bolur. Svolítð
HogM stíll á honum. En hann er fleginn!
en fernuvín namm það er ógeðslega gott. Svalt líka að banna flöskur og dósir...svo subbó þegar glerbrotin eru komin út um allt þúveist!
Fleginn...á ég svoleidis;)
Leitt að heyra með ævintýrið en efast ekki um að þín bíða enn fleiri og skemmtilegri ævintýri. Það er bara þannig að þegar eitt endar tekur annað við.
Gangi þér vel gæska.
Post a Comment