Wednesday, May 28, 2008

meðaljón

Jæja, nú er ég búin að senda stressaðu stelpuna í vonleysiskastinu, sem tók sér bólfestu í líkama mínum síðasta mánuð, af stað til mánans. Hún var nánast gróin föst við tölvuna, baugarnir voru farnir að lafa niður á efrivör og munnvikin komin full langt suður. Mér líkaði ekki við hana og vona svo sannarlega að ég rekist aldrei á hana aftur á lífsleiðinni.

Hef aldrei fundið fyrir öðrum eins létti og þegar ég skilaði barninu mínu á CBS. Krakkagemlingurinn hafði verið erfiður viðureignar og uppeldið var langt og strangt, en ég held að þetta hafi bara verið ágætis meðaljón sem ég sendi út í hinn stóra heim.

Bjórinn hefur aldrei smakkast betur og rúmið aldrei verið eins þægilegt....ohhh þvílíkur unaður.

Það eina sem er eftir er að verja verkefnið. Hef ekki miklar áhyggjur af prófinu enda þekki ég barnið út og inn.

Vona að allir séu að koma heilir út úr próftíð og verkefnaskilum.

Kossar,
Hulda

5 comments:

anna said...

til hamingju elsku elsku systir

Anonymous said...

innilega til hamingju, það er örugglega góður dagur þegar maður skilar svona verkefni inn

Kristjana Páls said...

til hamingju með allt allt saman...en er eitthvað að frétta?

Anna Elvíra Herrera said...

til hamingju :)
ég fer alveg að klára mína prófatíð. eitt próf eftir! Þ)

Laufey said...

Til hamingju mín elska!! Njóttu sælunnar vel!
Knús