Ég var að tala við vinkonu mína um þessa geðveiki sem grípur mig þegar ég er að skrifa stór verkefni eða í próftíð. Ég nefndi hluti við hana eins og armbeygjur, jarðaberjagloss, símtöl til vina sem ég hef ekki heyrt í lengi, grettur, ljótufatakeppni, vatnsþamb og svo ekki sé minnst á balletsporin og teyjuæfingarnar sem eiga sér stað á Woltersgade. Vinkonan hló að mér.
Sú hin sama vinkona, sem skal taka fram er líka að gera bachelor verkefni, hringdi í mig degi seinna eftir að hafa sjokkerað sjálfa sig við að flasha fyrir framan spegilinn. "Þetta gerðist bara" sagði hún í uppnámi eftir stundargeðveikina.
Kleppur er víða gott fólk...
Monday, May 19, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hahahahahaha
hahahahahahahahahahahahaha
Post a Comment