Tuesday, June 17, 2008

Rokland

Stóran hluta af þessari önn er Rokland búin að liggja á náttborðinu mínu. Hálfnuð með verkið um miðjan mars, varð ég að leggja Hallgrím til hliðar og einbeita mér að öðrum bókum í von um að standa uppi sem bachelor um miðjan júní. Hér sit ég svo og svei mér þá, mér tókst það! Ég hef hlotið gráðuna, sem þrátt fyrir þriggja ára vinnu er nánast einskis virði og gefur lítið annað af sér en aðgang að meira námi. En mikið ofsalega er samt gott að vera búin með þetta og vita að þetta sé einmitt nánast einskis virði og því lítil hætta á að fullorðinslífið fari að anda í hnakkann á manni með sínu 9-17 og rótfestu. Ég á nefnilega eftir að fara í bakpokaferðalagið, læra ljósmyndunina og fara á brimbrettanámskeiðið.

Eftir að hafa dustað rykið af Roklandi var bókin opnuð aftur og á einhvern undarlegan hátt fann ég hvað þetta hálfkláraða verk hafði hvílt þungt á mér. Þungu fargi var af mér létt og brosið færðist á vör. Að finnast ég aftur hafa tíma fyrir skemmtilesningu var eins og að losna úr álögum. Mikið ofsalega er ljúft að vera bachelor og það eina sem getur valdið áhyggjum er veðurspáin - mun rigna á Roskilde?!?

3 comments:

Anna Elvíra Herrera said...

til hamingju með bachelorinn :D vissi að þú gætir þetta! :)

Anonymous said...

Æji ástin til hamingju :) Jeiii...þetta er unaður!

Anonymous said...

Dúllan okkar. Til hamingju með frábæran árangur. Mikið vorum við stoltir foreldrar eftir símatalið frá ykkur.
Knús ma og pa