Sunday, June 15, 2008

ræða smæða silkiþræða

Stóð upp frá tölvunni áðan og ákvað að það væri mikilvægara að finna út úr því í hverju ég ætla vera í prófinu á morgun en að læra litlu ræðuna mína utanað sem ég á að fara með í byrjun prófsins.
Eftir 20 mínútna mátun varð úr dress með smá dassi af lit og persónuleika, en þó ekki of miklu til að fara tótallí burt frá þessu bisssssnesss.

Þið eruð kannski búin að reikna það út en prófdómarinn minn er kona. Eins og þið vitið hefði ég að sjálfsögðu látið það nægja að hífa wonderbrainn, flegna bolinn og mínipilsið upp ef bæði prófdómari og leiðbeinandi hefðu verið karlmenn.

Er þó ekki frá því að dressið á morgun komi mér alla leið...held ég droppi bara ræðunni.


/H

2 comments:

Kristjana Páls said...

jú, eins og þú veist þá er átfittið alltaf allt..svo ef þú bíður þeim upp á smá kampavín þá ertu bara góð.
Er prófið ekki annars á morgun?

Kristjana Páls said...

djók..betra að lesa bloggið aðeins betur!! Húrra fyrir þér og til hamingju með daginn í dag og BA-prófið:D:D:D