Sunday, February 17, 2008

2 1/2 kíló af vandamálum

Um daginn gerðist ég áskrifandi að Politiken. Frá föstudegi til sunnudags vakna ég því við dynkinn þegar helgarblaðinu er skellt inn um bréfalúguna. Dynkurinn hljómar sem fuglasöngur í mínum eyrum, ég gleymi stund og stað og "áverkum" gærkvöldsins og hleyp berfætt á brókinni út í forstofu og tek 3ja kílóa blaðið upp með bros á vör. Ohhh hvað er gott að kúra uppí rúmi, undir sæng og hafa tíma til að lesa blað.

Í dag er ég búin að sitja í hátt í tvo tíma og lesa fram og til baka um læti síðustu daga. Allir vita hver vandamálin eru, en engin veit hvernig á að leysa þau. Reiðin meðal ungra innflytjendastráka af annarri og þriðju kynslóð er mikil. Strákarnir hafa alist upp á heimilum sem hafa verið undir fátæktarmörkum, af foreldrum sem hafa verið atvinnulausir eða í störfum sem maður tengir við "lægstu stétt", lifað lífi þar sem hefur vantað fyrirmyndir og í staðinn fengið biturleika og vonleysi beint í æð frá blautu barnsbeini. Þetta eru strákar sem eru reiðir, strákar sem samfélagið hefur ekki haft nein úrræði fyrir, strákar sem eiga í vandræðum með að skilgreina hverjir þeir eru og sem finnast þeir vera óboðnir gestir í sínu eigin landi.

Þegar myndir eins og teiknaða myndin af Muhammed med sprengjuna í túrbaninum birtast í blöðum eykst reiði þessa innflytjendakynslóðar - skiljanlega! Þeir sjá þetta sem holdgervingu samfélagsins sem vill þá ekki, sjá þetta sem tilefni til að sprengja, kasta, öskra og sýna "samfélaginu sem er á móti þeim" í tvo heimana. Þetta er vægast sagt hættuleg þróun.

Þegar búið er að taka ákvörðun um að endurprenta þessar skopmyndir talar Pia Kjærsgård ekki um annað en mikilvægi tjáningarfrelsis og bla bla bla. Í fyrsta lagi er bara almennt eitthvað að kerlingunni (ég legg það ekki í vana minn að kalla konur kerlingar, en hún ER bara kerling þannig að...) og í öðru lagi skil ég ekki tal um tjáningarfrelsi í þessu samhengi. Auðvitað á að ríkja tjáningarfrelsi, en ætti maður ekki að hugsa sig tvisvar um þegar maður veit að endurprentun gæti sært, vakið reiði, aukið bilið á milli Dana og innflytjenda og haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir danskt orðspor á heimsvísu. Er einhver að reyna að vingast við bandarísk yfirvöld hérna?!

Ég felldi tvisvar tár yfir blaðinu í dag, í annað skiptið útaf mannvonsku og í hitt skiptið útaf manngæsku. Það er gott að maður geti ennþá lesið eina og eina jákvæða grein til að vega upp á móti öllum viðbjóðinum sem á sér stað í heiminum.

Njótið sunnudagsins,
Hulda

6 comments:

Anna Elvíra Herrera said...

kom og kíkti...hef svosem ekki myndað mér skoðanir á þessu veseni í danaveldinu.

Anonymous said...

Sæl gullið.
Var ekki búin að sjá nýja "lookið" á síðunni né heldur síðustu færslu sem er vel skrifuð en.... hvað með tjáningafrelsi Dana. Er þetta ekki svolítið langsótt að fólk þurfi að missa sig algjörlega og brenna skóla, barnaheimilí og annað, sem það hefur að öllum líkindum gengið í, útaf þessari mynd. Kannski er ástæðan að það hafi haft það svo slæmt þarna að nú sé tækifæri ti að útmá staðina.

Knús
Mútta

Hulda hefur talað... said...

Held að það sé algjörlega tilviljanakennt hvað verður fyrir bensínsprengjunum og múrsteinunum og ég held að ef að innflytjendur Danmerkur fyndust þeir velkomnir þá hefði reiðin útaf þessum myndum aldrei magnast svona. Þetta er vandamál sem liggur svo miklu dýpra. Það er samt ótrúlega ömurlegt að þetta sé leið sumra til að sýna reiði sína. Ég veit ekki hvað fólk sem kveikir í 10 gömlum fjölskyldubílum hjá millistéttarfólki á Amager er að hugsa.

Anonymous said...

Sammála þér Hulda...Vandamálið hlýtur að liggja mikið mikið dýpra...En hvar og hvernig? afhverju?
Það sem ég spyr sjálfa mig einnig þessa dagana er hvernig þetta muni þróast hér á landi! Lærum við eitthvað á dönunum, og hvernig eru stjórnvöld í "alvörunni" að taka á málunum? Afhverju líka, hefur þetta heppnast svona vel í Svíþjóð? Hlutfall innflytjenda þar er gífurlegt, en sjaldnast heyrir maður frá stórum vandamálum þar á bæ! Er það vegna þess að DK tóku inn of marga inn á of stuttum tíma? en ekki svíar?
Og hversu hörð eiga innflytjendalög að vera svona yfir höfuð! Fyrir utan það að hátt hlutfall þeirra sem fólk kallar "innflytjenda" hér á landi eru gamlir flóttamenn!!

anna said...

eg las ad reidin vaeri ad miklu leyti ut af visitations zonerne, svaedum i borginni thar sem logreglan getur leitad a folki an thess ad hafa grun um graesku, eda thannig. Loggan hefur tiltiolulega mikid misnotad ser thessi nyju log og eg hef heyrt um marga sem finnst their hafa lengt i lis sins mest nidrandi adstodu. Latnir gira nidur um sig ut a midri gotu
kvedja fra yndislegu San Francisco
Syz

Kristjana Páls said...

Bara að kvitta smá...og segja hæ..get ekki skrifað skoðun í nokkrum orðum, eða eiginlega ekki myndað mér skoðun. Vona samt að það komist friður á von bráðar!! knús og ást frá Íslandinu:D:D