Monday, April 28, 2008

Ég ákvad ad Googla mig...

Bachelorskrif fá mann svo sannarlega til að gera ýmislegt óþarflegt, tímafrekt og óviturlegt, en sumt af þessu óþarflega, tímafreka og óviturlega er samt svo nauðsynlegt og kærkomið þegar maður er við það að missa geðheilsuna.

Í gær ákvað ég að googla sjálfa mig, sem líklega gæti talist eilítið óviturlegt og jafnvel óþarflegt, en úr þessari litlu google leit uppskar ég þó bros á vör. Efst á blaði stóð "Hulda Hallgrímsdóttir - Upplýsingar úr afrekaskrá ..." ég þurfti auðvitað ekki að smella áfram, enda óþarfi að sjá upptalningu á öllum mínum afrekum, þau eru það kyrfilega fest í minni mitt.

Nokkrum linkum neðar stóð "Maraþonskrá FM" - ég þurfti auðvitað heldur ekki að smella áfram, enda óþarfi að sjá upptalningu á öllum þeim maraþonhlaupum sem ég hef tekið þátt í, þau eru það kyrfilega fest í minni mitt.

Nokkrum linkum neðar kemst maður inná MA-vefinn þar sem þessi mynd meðal annars bíður eftir manni:

Það var hér sem brosið fyrst kom inn, því hvað er ánægjulegra en þegar maður er með ljótuna á einstaklega háu stigi, situr í joggingfötunum og er maskaralaus að sjá menntaskólamynd af sér þar sem maður hreinlega slær úldnunni við. Að mæta fersk í skólamyndatöku er allavega ekki á afrekaskránni...

bomm bomm,
Hulda

11 comments:

Kristjana Páls said...

hahahahaha þessi myndataka var nú alveg upp á tíu!!! mikið ertu sæt á þessari haaa...

Anonymous said...

Vá hvað ég kannast við þessi bachelorskrifaeinkenni!! Samhryggist... ;) En gangi þér nú vel með þetta samt! :D

Anonymous said...

Ó þú kynþokkafulla vera...

Anonymous said...

Mér finnst þú alltaf falleg
Knús
Ma

anna said...

Hrikalegt.....meira ad segja Palli Ljós hefdi ekki nád gódri mynd af thér eftir ad thú svafst svona herfilega yfir thig.

anna said...

ég er jón, ekki anna

Hulda hefur talað... said...

Nei Jón þú ert eitthvað að misskilja...þú ert Anna.

P.s. þetta var Palli hinn eini sanni sem tók myndina...og hann sagði að minnsta kosti þrjá brandara sem fengu mig til að brosa svona fallega...

Sæja said...

Mér finnst þú falleg...ávallt. Myndin af mér úr þessari myndatöku er ekki einu sinni uppá fimm. Herfileg alveg hreint. Kannski Palli kunni ekki að taka flottar myndir...ég skelli skuldinni á hann ekki okkur.

Anonymous said...

Hahahahahaha, stórkostlegt, ferskleikinn í botni! Jiiiii

Anonymous said...

Og já það er rétt hjá Sæju að sökin liggur algjörlega hjá Palla! Og mér finnst þú líka alltaf falleg

Laufey said...

hahahaha mér finnst þetta stórkostleg mynd!