Friday, January 04, 2008

Verðlaun veitt fyrir árið 2008

Með slefið út á kinn vaknaði ég í nótt og vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið enda ekki vön að vakna svona um miðja nótt (klukkan var reyndar bara 01 en þar sem ég er orðin vinnandi kona er ég að reyna að koma skikkan á svefnmálin. Lúr undir borði í vinnunni gengur víst ekki í þetta skiptið haha). Eftir að hafa kíkt á klukkuna áttaði ég mig á því að ég hafði vaknað við stunur og öskur nágranna minna. Nágranna sem augljóslega stunda MJÖG hávært kynlíf! Aðrar eins stunur og öskur hef ég ekki heyrt og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera af mér næstu tvær klukkustundirnar. Eyrnatappar voru víðsfjarri og koddinn reyndist ekki nógu hljóðeinangrandi því miður. Þetta þýddi auðvitað bara eitt, ég mætti píreygð af þreytu í vinnuna í morgun, á öðrum vinnudegi.
Var búin að sjá rúmið mitt í hyllingum í dag og hlakkaði mikið til að leggjast undir sæng og hvíla mig aðeins, en þegar heim var komið haldiði ekki að elskulega parið hafi verið í gangi með heimaleikfimina sína aftur. Hún fær hér með öskur-og stunuverðlaun ársins 2008, þó svo að árið sé varla byrjað. Hún á þau bara svo fyllilega skilið.

Annars allt gott. Skrifa meira um það þegar er eitthvað krassandi að frétta.

Knús Hulda

5 comments:

Anonymous said...

Hahahahha!Æji elskan mín...ég get ekki sagt að ég öfundi mig...eitthvað svo ótrúlega rangt að heyra í öðru fólki stunda kynlíf...úfff!

Anonymous said...

UUUU...já ég meinti að sjálfsögðu að ég öfundaði ÞIG ekki...er maður sjálfhverfur eða?

Lilý said...

Hahahah.. jeeessssi minn. Nei þá þykja mér hroturnar í ömmu betri.

Kristjana Páls said...

haha ha næææs...fatta samt ekki alveg svona skrímers, mér eru minnisstæðar hádegisstundirnar á Bárugötunni þegar við saklausar stúlkurnar fengum að fylgjast með stigmagnandi æsingnum sem átti sér stað á neðri hæðinni sem endaði svo venjulega með því að hátindinunm var náð, kveikt var í sígó og gellan (skrímerinn) dreif sig út í bíl og í burt...
Vona að þú náir svefni þessar næturnar annars beibí!

Anna Elvíra Herrera said...

hhhahaha vá þetta lífgaði upp annars mjög leiðilega lærdómsnótt hjá mér :D