Já það er einhver hamingju, gleði, spennu, tilfinning sem býr í mér þessa dagana. Veit alveg hvað veldur -sólin-! Ótrúleg hvaða áhrif hún hefur, ekki bara á mig heldur er eins og öll Kaupmannahöfn hafi byrjað að brosa þegar hún fór að glenna sig. Mér leið eins og ég væri túristi í "minni eigin" borg þegar ég fékk mér göngutúr í gær inni í bæ stemmingin var eitthvað svo mögnuð.
Ég ligg í þessum skrifuðu orðum á sólbekk hérna úti á veröndinni hjá mér, er með kóngabláu 80's sólgleraugun mín, heyri fuglakvak og sjávarnið og er alveg að fíla lífið í tætlur. Langar að bjóða fólki í matarboð...en ég næ ekki í neinn, bömmer. Hvað er fólk að gera? Er búin að skilja eftir trilljón missed calles, senda sms og tala inná talhólf...eru þetta kannski skilaboð til mín?
Kannski að ég verði þá bara ein heima í kvöld og lesi í eins og einni unaðslegri námsbók, get ekki hugsað mér að eyða föstudagskvöldi á betri hátt ehhhh! Þarf líka að mæta í vinnu klukkan sjö í fyrramálið, gæti heldur ekki hugsað mér að eyða laugardagsmorgni á betri hátt ehhhh.

Er farin inn að setja á mig sólarvörn...
Yfir og út
Hulda
11 comments:
Það snjóaði hér í gær ehh!!
Ég hefði komið hefði ég séð þetta fyrr, kem þá bara í kvöld.
En gaman að segja frá því að tvífari kellingarinnar í There's something about mary hefur verið tvö undanfarin skipti í Vesturbæjarlauginni og hún er dead sexy. Með tyggjóið á fullu, í bikiníi með tvo tepoka á bringunni,með tvö tattú (sem ég hef séð) annað á mjóbakinu og hitt á upphandleggnum og skjannahvítar nýjar tennur. Gott ef vatnsyfirborðið í lauginni hækki ekki um 10 cm þegar ég sé hana.
Ohh mig langar í matarboð, ertu til í matarboð á skype?
Ég sé þig alveg fyrir mér þegar þú verður gömul, úti í sólbaði með kóngablá 80' sólgleraugu, komin með leðurhúð og sílarra í tepokana....ummm fallega sjón!
Ég þakka ég þakka...;)
Hulda með síllara?
Úff hvað ég hefði verið til í matarboð! Ég er alvarlega að pæla í að reyna að ná mér í eitt stykki ódýrt flugfar til Köben, sakna þín ógurlega! Svo hef ég heldur aldrei komið þangað, sem er skandall! Kannski maður reyni bara að skella sér með Stjönunni...maður spyr sig...en allavega, efast ekki um annað en að þú verðir mega hot gömul kona, þá skaltu varast hana Særúnu;) Unaðskveðjur og ást!
Bjóða honum hverjum????? Mamman kannski að misskilja eitthvað? Er það kannski Jón minn snjókarl sem Sólveig Ása er að tala um
Knús frá móður þinni með blátt nef og ískaldar tær.
Oh ég væri sko til í lúxus matarboð! Er sko í sama pakkanum með að ná ekki í neinn, eða allavega enginn að ná í yfir höfuð.. maður kíkkar hérna norður yfir heiðar í smá holiday og það er bara enginn hérna.. algjör skandall! Knús og lærdómsstraumar XX V
Mamma held að þú hafir verið að misskilja eitthvað...held bara að "hann" hafi verið Jan karlinn;) En já það væri ekki ómögulegt að geta fengið ykkur öll í matarboð, væri alveg til í það.
Mamma held að þú hafir verið að misskilja eitthvað...held bara að "hann" hafi verið Jan karlinn;) En já það væri ekki ómögulegt að geta fengið ykkur öll í matarboð, væri alveg til í það.
Post a Comment