Thursday, May 25, 2006

Eyrnamergur og ást á systur

Áður en ég keyrði í skólann greip ég með mér Cat Stewens diskinn Tea for a Tillerman, út í bíl en sá diskur fer næstum aldrei í spilarann. Í morgun var ég samt greinilega í þessu Cat Stewens-skapi. Ég söng eins og óð í þessar 30 mín. og er ennþá sömu skoðunar og í 'gamla daga' um að 'Sad Lisa' sé fallegasta lagið á disknum. Mæli eindregið með 30 mín. söng til að starta daginn.

Það er nauðsynlegt að eiga mikið af tónlist svo að maður eigi alltaf eitthvað til að setja á fóninn sem getur "coverað" 100% skapið sem maður er í. Í morgun var það Cat en undanfarna daga hefur Antony verið mér ofarlega í huga. Held að það sé rigningin, kannski ekki bara rigningin heldur líka einhver fegurð, dulúð og hreinleiki sem liggur yfir öllu þessa dagana. Þó að 'I'm a bird now' sé ótrúlegur janúar-diskur, þá gefur þessi blanda af sumri, vori, og hausti, eins og er núna, einhverja sérstaka stemmingu.



Anna á græjur til að skola eyrnamerg úr eyrum. Hún spurði mig í kvöld hvort ég væri ekki til í að hreinsa út úr eyrunum á henni. Þetta var svo súrrealistískt eitthvað, hlustuðum á Antony and the Johnsons á meðan á aðgerðinni stóð og ég man ekki hvort að ég var búin að segja ykkur það en þá eigum ég og Anna okkur lag, en það er "You are my sister" (ég grét á tónleikunum í vetur þegar þetta lag kom...að deyja úr ást á systur minni!) og það ómaði hátt í græjunum á meðan á þessu stóð. Stundum finnst mér sjálfri við vera skrítnar.

Ansk***** freistaðist inn á blogg og myspace og allt í einu er klukkan orðin hálf tólf. Hvernig geta svona skemmtilegir hlutir verið svona mikið til vandræða. Heilu klukkutímarnir fljúga í þetta. Jæja þarf víst að fara að læra...

Adios amigos
Hulda

3 comments:

Anonymous said...

Persónulega finnst mér Anthony vera október/nóvember svona rétt þegar veturinn er að fara að skella á á eftir sumrinu. Kannski finnst mér þetta bara af því að þessa mánuði var hann stanslaust í eyrunum á mér vegna þess að Kristjana gaf mér hann þarna einhverntíman. Æ ég veit ekki.

Anonymous said...

Ansi er skemmtilegt hvað þið systurnar getið hjálpast að, skolað eyrnamerginn úr eyrunum á hvorri annarri. Svona eins og aparnir þegar þeir tína lýsnar af hverjum öðrum (ég bara vona að þið borðið ekki merginn eins og aparnir lýsnar!!)

Kristjana Páls said...

svo satt sem allir eru að segja...mér finnst samt Anthony vera svona bara vetur yfir-höfuð. Svona fjólublár himinn og risastórar snjóflygsur sem eru samt pínkublautar og bleyta á manni hárið jafnvel!

en veistu hvort að það er til svona tæki til að hreinsa úr nöflum?