Tuesday, May 16, 2006

Gúbbífiskur einn með sjálfum sér

Sit hérna hlusta á sumardiskinn með Gnarls Barkley og pæli í því hvað varð af sumrinu og sólinni sem var hérna fyrir örfáum dögum.
Ég kíki út um þakgluggann hérna og sé bara grátt..rigning og rok. Þarf að fara út að labba með Hannibal eftir smá og er að spá í hvort ég eigi að fara í gula, bláa eða fjólubláa regnjakkanum mínum...á bara ein stígvél en það er allt í lagi því þau eru bleik. Regnföt eru það eina góða við rigningu...þau eru eitthvað svo kósý.

Er að horfa á neglurnar á mér meðan ég pikka inn hérna á lyklaborð og það er ófögur sjón. Er með rautt naglalakk sem er flagnað af niður hálfar neglurnar. Hef reyndar heyrt að það sé töff að vera skítsama -og mér er skítsama --> Hulda = töff!
Var líka einstaklega töff síðasta föstudag, þið munið þegar ég var despó að reyna að finna einhvern til að bjóða í matarboð. Fyrir það fyrsta komst ég að því að ég er með alzheimer. Fólkið sem ég reyndi að ná í var allt utanbæjar og ég vissi það alveg en var bara "aðeins" búin að gleyma. Ég er með minni á við gúbbífisk. Átti samt stórglæsilegt kvöld og hélt unaðslegt matarboð. Bauð sjálfri mér í mat, borðaði hvítlauksristað brauð með tómatsalati í forrétt, grís m.m. í aðalrétt og fékk mér svo ekspressó og delikatess súkkulaði í boði Jans í eftirrétt, svo grenjaði ég yfir ameríska Idolinu (var svo stolt, því þeim gekk öllum svo vel) og dormaði aðeins á sófanum. Stundum er líka gott að vera einn með sjálfum sér.

Ætla að skella mér út í "sumarið"

koss Hulda

3 comments:

Anonymous said...

Æji gott hjá þér að eiga kvoletí tæm ein með sjálfri þér, það er nauðsynlegt öðru hvoru!

Anonymous said...

Já Imba limba sagði það...ógó næs og ef ekki bara hreinn unaður hringsson...svo ætlaði ég bara að undirstrika það að stelpan ætlar að drita einhverju öðru hvoru á helenaarna.bloggar.is bara svona...jájá...klukkan er rúmlega 8 og ég er fersk í vinnunni...strax farið að leiðast...en hey, that´s life;) kyss kyss

Anonymous said...

Það er naumast þú ert töff. Alltaf indælt að vera einn með sjálfum sér í matarboði...allavega ekki slæmur félagsskapur sem maður er þá í. Annað sem er ótrúlega töff er að þú skulir hafa grenjað yfir ædolinu og því ameríska. Ég geri það reyndar líka:/