Wednesday, April 25, 2007

Óslökkvandi þorsti...


Undanfarna daga hef ég verið haldin einhverjum óstöðvandi þorsta. Klósettferðirnar á bókasafni skólans voru ófáar, enda innbyrgði ég fleiri lítra af vatni á dag. Einhvern veginn virtist þorstinn samt aldrei hverfa - alveg óþolandi. Það var ekki fyrr en ég kom heim í gærkvöldi og leit inn í ísskápinn að ég áttaði mig á hvers vegna. Þorsti minn var ekki vatnsþorsti heldur bjórþorsti! Tvær djammlausar helgar í röð kalla sem sagt fram síðbúinn "cold turkey". Ég ákvað þess vegna að opna einn Carlsberg sem beið eftir mér ískaldur og góður og ahhhhh þvílíkan unað hef ég varla upplifað.

Á föstudaginn eftir prófið ætla ég svo að slökkva á þorstanum í eitt skipti fyrir öll.

9 comments:

Sæja said...

Guð farðu nú varlega í að slökkva á þorstanum í eitt skipti fyrir öll. Ætlaru kannski að gerast SÍ-drykkjumanneskja eða öðru nafni róni. Ég veit samt ráð við þessu, svo það gerist ekki aftur. Fá sér bjór reglulega á virkum dögum. Maður sefur líka betur eftir einn. Sem er mjög mikilvægt þegar maður er í prófum eða verkefnavinnu.

Kristjana Páls said...

Ohh já það er næstum því ekkert betra en að fá sér bjór þegar maður er bjórþyrstur. Ég var mega bjórþyrst um daginn og þambaði næstum hálfa. Dálítið dólgslegt verð ég að viðurkenna. En vá hvað mig langar að hjálpa þér að slökkva þorstann almennilega á föstudaginn, verð með þér í (vín)-anda!
Blessuð manneskjan, gangi þér óskaplega vel á morgun í loka atrennunni fyrir prófið..tututu

Anna Elvíra Herrera said...

hehe já það er rétt Hulda :D
gangi þér vel í prófinum/unum sem þú átt eftir :*

Anonymous said...

Gangi thér mjøg vel í prófinu! Vildi líka ad ég gæti verid med thér ad sløkkva thorstann thví ég er nefnilega líka dáltid thyrst.En thú skemmtir thér...

Lilý said...

Þú tekur þetta í þurran.. og vætir svo kverkarnar vel og vandlega ;)

Anonymous said...

Til hamingju með að vera búín í prófinu=) Ætlaði bara að segja skemmtu þér rosa vel í kvöld að slökkva þorstann, og ekki örvænta þegar þér finnst þú vera búin með kvótann því þú færð þann heiður að drekka minn kvóta líka í kvöld ;)
Skál! V

Sæja said...

Vona að prófið hafi gengið sem skildi og að bjórinn hafi verið góður. Efast reyndar ekki um það.

Sæja said...

Nei nú líst mér ekki á. Ertu ennþá í bjórnum?

Kristjana Páls said...

sko, mér finnst vera kominn tími á að þú slökkvir bloggþorsta:D vúhúúú ertu brún á tánum?