Grámyglan, sem var með smá dash af grænu og bláu virðist smátt og smátt vera að hverfa af andliti mínu eftir fleiri mánaðar dvöl. Sólin skín og ég er með rauðar kinnar og 2 bolaför, ofsalega smart.
Prófið gekk glimrandi - og á eftir var skálað....og um helgina var skálað. Ég skellti mér til Krabbesholm í heimsókn til Jóns Inga og því sé ég sko ekki eftir. Ótrúlega indæll náungi þessi bróðir sem ég á.
Eftir að sólin fór að láta sjá sig, finn ég að mig langar bara að sitja á teppi í einhverjum garði með kaldan bjór í hendi - en það gengur líklega ekki því við erum byrjuð á 2. árs verkefnunum. 60 síðna dæmi og skil 4.júní. Reyndar get ég séð það sem smá sárabót að við völdum Carlsberg sem case fyrir verkefnið. Don't drink it, write it!
1.maí var haldin hátíðlegur hér í bæ í Fælledparken. Ég skellti mér þangað ásamt góðu gengi og sat á teppi, með bjór í hendi (hehe e

ndar með því að færslan snúist bara um bjórdrykkju) og naut þess að vera til - hlustaði á ræður, hlustaði á tónlist og horfði á allar þær skemmtilegu týpur sem fylltu þennan risastóra garð hérna mitt í Köben. Anders Fogh og hans ríkistjórn fengu heldur betur að heyra það, enda þeir 12 mánuðir sem liðnir eru frá síðasta 1.maí búnir að vera afspyrnu hræðilegir þegar kemur að ýmsum pólitískum baráttumálum vinstrisinna. Garðurinn var fullur af vinum Ungdomshússins og Christianíu og stemmingin var góð, enda sólskin og blíða og gott fólk samankomið. Ég þurfti því miður að yfirgefa svæðið alltof fljótt, vinnan á sambýlinu beið mín. Á leiðinni heim 8 klukkutímum síðar hjólaði ég fram hjá Fælledparken og áttaði mig á því að góða stemmingin hefði kannski ekki varað allt kvöldið. Reykmökkurinn sem ég hjólaði í gegnum var eins og eftir þrefalt gamlárskvöld. Ég frétti svo af því daginn eftir að löggan hefði verið kastandi táragasi hægri vinstri (alsaklaus vinkona mín lenti meðal annars í því að þurfa að hlaupa í gegnum táragas), bál höfðu verið kveikt, veggir verið spreyjaðir og einhverjir handteknir. Þessir atburðir eru líklega eitthvað sem maður á Nørrebro bara myndi kalla "æji þetta venjulega".
Eigið góðan dag, lausan við táragas og múrsteinakast
Hulda
p.s. það er von á myndabloggi á næstu dögum m.a. frá Krabbesholm.
5 comments:
flott Hulda..maður á nörrebro;) þetta er ekki svona hjá ykkur Amagerbúum!!! En mér finnst súper dúper að þið séuð að gera verkefni um Carlsberg..fáiði ekki eitt bretti eða svo í tilefni af því gefins?
Segir okkur að þú og þínir vinir hafið ekki verið þessa valdandi að táragasinu var hleypt út!!
iss.. hun segist hafa verid i vinnunni... stod ad sjalfsogdu fyrir ollum hamforunum sjalf og ostudd ! og hafdu thad hulda ! ja... reyna ad klina sokinni a saklausa frv ibua ungdomshussins, og enn saklausari christianita ! jeg get svarid thad...
;) kv,
audur
Sæl gullið.
Gaman að lesa bloggið þitt og sérstaklega fannst mér gaman að sjá setninguna "Ótrúlega indæll náungi þessi bróðir sem ég á". Eru gaæsalappir á undan eða eftir punkti?
Gott að þið skulið eiga góðar stundir saman. Það gleður móðurhjartað.
Kossar mútta
hulda...tvö orð..eða jafnvel þrjú til að maður hafi gaman að því að kikka við;)
Post a Comment