Margt hefur borið á daga mína síðan ég hripaði nokkur orð hérna inn síðast. Allt er alltaf að gerast og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja í öllu “góðar sögur” flóðinu. Náttúrulegast væri auðvitað að byrja á svo sem eins og einni hjólasögu...bara svona til að hita upp.
Rocky er enn að “standa fyrir sínu”. Hún þeysist um götur Kaupmannahafnar þrátt fyrir ryð og of lausa keðju sem dettur af “hist og her”. Það er auðvitað ekkert til að kippa sér upp við því handlagna Hulda reddar því á ‘no time' - ja ca svona 3 sinnum í hverjum hjólatúr. Olíusmurnir puttar (sem reyndar eru nær hættir að vera olíusmurnir af því að keðjan er svo ryðguð) heyra reyndar brátt sögunni til. Með blendnum tilfinningum tilkynni ég ykkur hér með að arftaki Rocky er fundinn! Fékk annan ryðdall í gjöf frá ljúfum dreng á djamminu um daginn. Alltaf gott að fá gjafir, en kannski minna gott þegar maður veit að þær eru teknar ófrjálsri hendi....en ég meina. Ég hef ákveðið að þar sem eigandinn mjög ólíklega mun fara á löggustöðina og leita að hjóli sem stóð ólæst og púnkterað, þá hef ég ákveðið að hjóla um á því um götur Kaupmannahafnar og líta svo á að ég hafi gert góðverk ef eigandi hjólsins finnur mig...og hjólið. Ég mun einfaldlega stíga af hjólinu rétta viðkomandi það og segja “ertu ekki þakklát/ur, ég lét lappa það”.
-----
Roskilde vinnan er komin á hreint. Troels, uppáhalds rafvirkjinn minn (fyrir utan Árna frænda auðvitað hehe), hringdi í mig í dag og tjáði mér það að búið væri að skrifa mig á vaktir 2., 3. og 4. júlí. Við erum fjórar stelpur á vakt í einu ég, Anna, Selma og Ida. Hann sagði að það væru svona margir á vakt í ár til þess að við réðum við þetta og hefðum líka tíma til að hafa það huggulegt....með öðrum orðum, það verður ekkert að gera heldur nægur tími til að spila rommy og drekka frían bjór. Þetta er vinna að mínu tagi.
-----
Svo ber kannski hæst í fréttum það að ég er að koma til Íslands á næstu önn. Ákvað bara að breyta smá til og gera eitthvað villllllt....ég er jú svo villt, svo villt. Eftir miklar e-mail sendingar fram og til baka, ferðir á alþjóðaskrifstofuna í skólanum og bara almennt tuð, þá hef ég fengið leyfi til að fara sem skiptinemi til míns eigin heimalands (á ekki að vera hægt, heldur á maður bara að geta farið sem free mover s.s. alveg á eigin vegum) Ég beitti reyndar mörgum bröllum, hvolpaaugun voru notuð, tölfræði fékk að fljóta með, sálfræðin var nýtt og gríðarlega góða samskiptakunnáttan stóð fyrir sínu. Þetta þýðir það að ég þarf ekki að borga önninu sjálf, auk þess sem ég held að ég fái kannski Erasmus. Svo ætlar Sigríður (hjá alþjóðaskrifstofu HR) að hjálpa mér að finna húsnæði. Já kæra fólk...ég er í skýjunum.
------
Ingibjörg og Kristjana voru hérna svo í nokkra daga. Það var nú ljúft að sjá píurnar, en pínu pirrandi að þurfa að skólast og nördast og geta ekki bara verið að túristast eins og mig langaði mest af öllu. Litla hafmeyjan varð því miður að bíða að sinni, hef ekki séð greyið í 15 ár. En tíminn sem við menntaskólagærurnar náðum saman var quality-time eins og hans gerist bestur! Takk fyrir að vera svona yndislegar.
-----

-----
...svo skín sólin í Kaupmannahöfn og það er ótrúlegt hvað það getur gert mig hamingjusama að hjóla í skólann með sólgleraugu á nefinu og vind í hárinu – jafnvel þó að ég sitji inni í 9 tíma á dag.
Sjáiði mynstrið í færslunni - lífið bókstaflega leikur við mig þessa dagana.
Ég vil þess vegna nota tækifærið og þakka guði!
Hulda - sem skrifar ofur hamingjusamar færslur
8 comments:
Já Hulda, þetta var svo hamingjusöm færsla að ég hef tekið þá ákvörðun að vera bara líka hamingjusöm! Það verður ekkert smá gaman fyrir þig að komast suður á bóginn í líf lystisemda a la france;) hefði sjálf ekkert á móti rivíerulífi í nokkra daga, er sko græn í framan! kv. VS
já og ps. færslan var biðarinn virði =)
Jibbý gott að heyra af þér og greinilegt að lífið leikur við þig þessa dagana sem þú átt svo sannarlega skilið. Hlakka mest til að hafa þig hjá okkur á klakanum næsta haust. Nóg af quality time.
thokk se gudi...
kaffi bradum...
kv,
audur
Ó herre.. hvílík hamingja! Já og hvílíkt yndi sem þessir tíu dagar þínir í júní verða.. sleiktu sólina fyrir mig, betri en skemmtistaðasleikur ;)
takk Hulda sömuleiðis fyrir að vera yndisleg og færsluna og tímann í köben og allt...mér finnst líka nýja hjólið þitt mega foxý..
...þú sást samt ekki nýja fákinn Kristjana heldur gömlu skjóðuna hana Rocky. Nýi fákurinn stendur enn í bakgarðinum;)
vúhúú..þá hefur maður eitthvað til þess að hlakka til:D:D:D:D kemuru ekki með nýja fákinn til íslands í haust? Borgarstjórnin er alltaf að bæta og bæta hjólsstígana hérna, maður getur meira að segja hjólað óhindrað hringinn í kring um RVK ef maður vill...
Post a Comment