Ég er örþreytt eftir langan skóladag og jógatíma og ætla þess vegna að láta kvöldmatinn samanstanda af nestisleyfum sem eru búnar að liggja í töskunni minni frá því klukkan hálf átta í morgun. 13 tímar í yfir 20 gráðum er það eitthvað?
Mmmm þurr gulrót, 1/5 þurr gúrka og þurr rúbrauðssamloka með skinku og osti.
Reyndar var lúxus á mér í hádeginu sem var ástæðan fyrir því að ég átti afgangs nesti. Mér var nefnilega boðið út að borða af Birgitte, sem ég var au-pair hjá hérna í den, þannig að í rauninni borðaði ég kvöldmatinn í hádeginu og hádegismatinn er ég að snæða í þessum skrifuðu.
Bon app...mín kæru
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ég vildi að ég hefði uppgötvað bloggið þitt fyrr....
nú hef ég setið í dágóðan tíma, upp í rúmi med súkkulaði í laki og jöxlum og glaðst yfir síðastliðnum bloggfærslum þínum.......
klukkan er 02:35 að nóttu og ég ætti að vera rotuð en ég hef ekki þörf á því sem stendur......
gaman að vera komin heim í chillið....
hugsanegt er að ég vakni fyrir kvöldmat á morgun.
en hvað ertu að segja mér?
ER REGÍNA HÆTT?
nei, nú hringi ég í Jens, eins og segir í góðum Fóstbræðraþætti.........
mér sem líkaði allra best við hana Reggu mína...
nú er kannski við hæfi að senda henni grillað ástarbréf og þakka henni viðskiptin....?
tjékk....
kær kveðja....
hekla
Post a Comment