
Man ekki betur en að ég hafi um síðustu helgi setið á teppi á grasinu, berfætt, með sólgleraugu að drekka kælandi gosdrykk.
Veðrið síðustu vikur hefur líka verið of gott til að vera satt. Það versta við það þegar ég fæ svona snemmbúinn 'appertizer' á sumarveðrið þá skipti ég í huganum yfir í sumargírinn og fer út í nælonsokkum og á peysunni. Þetta hefur gert það að verkum að sultardropar eru aðal áhyggjuefni mitt þegar ég sit hérna á bókasafninu í skólanum. Enn eina ferðina neyðist ég til að gera tilraun til að yfirstíga feimni mína þegar kemur að snýtingum á almannafæri.
7 comments:
Ég er alveg komin inní almannafærissnýtimenninguna. Finnst það jafn eðlilegt og að draga andan. Spurning um að fara með þetta skrefinu lengra og byrja að prumpa þegar maður þarf þess.
Annars lítur allt út fyrir að ég ætli að koma til köben í byrjun júlí og leika við þig.. vilti vera memm? Hrói fær líklega að purrast án mín :/
..byrjun júní hehemm
já..merkilegt þetta með snýtið, stórmerkilegt. Man að einu sinni rak Oddný Snorra mig út úr stofunni fyrir að vera að snýta mér í tíma..
haha fyndin þessi Oddný. Skemmtilegur þessi menninarlegi munur á snýti. Ég var allavega óttalegur dóni í Austurríki, alltaf sjúgandi upp í nefið...
heldur myndi ég láta gata á mér innri skapabarmana á almanna færi en að snýta mér í lestinni !
vorkveðja,
Auður :)
Ég verð að viðurkenna lélegtheit mín í bloggunum, bæði að skrifa og lesa en tek þetta í hollum og fæ þá allar góðu sögurnar beint í æð. Það er kannski ástæða fyrir því en blygðunarkennd mín verður bara særð af því að skoða þetta, það er þó ekki þér um að kenna mín ljúfa hulda heldur öðrum skríl sem kommentar (sbr.auður)!!Jesús ég 'lærði' að snýta mér á almannafæri á Ítalíu,sökum endalauss kvefs...mér leið hvað verst einu sinni þegar ég var full af kvefi og í prófi, ég gat náttúrulega ekki verið endalaust að hlaupa fram (hefði örugglega þótt grunsamlegt) en varð að snýta mér sem minnst og lágværast í blessaðri þögninni!
Hér er horft á mann eins og maður hafi hrækt á gólfið ef maður vogar sér að sjúga þó ekki sé nema nett uppí nefið. Þannig að ég hef lært að snýta mér í tíma og ótíma og vera alltaf (eða næstum alltaf) með tissjúpakka í veskinu. Verð þó aldrei ALDREI ALDREI eins og sumar þessar bresku sem stinga snýtubréfinu uppí ermina til að nota það aftur!!! Og á aldrei ALDREI ALDREI eftir að deita mann sem notar vasaklúta og þá er ég að meina tau-vasaklúta eins og Helgi afi notaði!! Þó ekki svona rauða og bláa munstraða, Bretarnir eru ekki svo forframaðir, nei... þeirra eru hvítir og örugglega með upphafsstöfunum þeirra saumuðum í!
Post a Comment