Thursday, June 28, 2007

Bleiku stígvélin enn og aftur nefnd í færslu

Hér sit ég alveg stjörf og sé tölvuskjáinn tvöfaldan, enda er klukkan hálf sex ad morgni og ég er treytt ó svo treytt. Held ad ég sé búin ad draga tá ályktun ad næturvaktir séu ekki minn tebolli, er á einni svoleidis í tessum töludu og hef ekki getad hugsad um annad en rúmid mitt sídasta klukkutímann. Ég hugsa ad klukkutíma hjólatúrinn heim fái ad bída betri tíma...S-tog hér kem ég!

Í sambandi vid gremjuna og svekkelsid vardandi vedurspána fyrir Roskilde tá hef ég ákvedid ad slá tessu bara upp í kæruleysi og segja "op med humøret og på med regnslaget". Tetta á örugglega eftir ad verda dúndur ledju Roskilde og ég ætla ekki ad láta nokkra mm af rigningu slá mig út af laginu, heldur líta á tetta í stadinn sem tækifæri til ad vidra bleiku stígvélin mín....já og gulu regnkápuna ef út í tad er farid.

Vid sem ætlum ad vera saman í tjaldbúdum fundudum ádan yfir dýrindis kvöldmáltid. Atridin sem fundad var um voru:
  • Hvenær eigum vid ad tjalda?
  • Hverjir eiga ad tjalda?
  • Hvar eigum vid ad tjalda?
  • Hverju eigum vid ad tjalda?

Ykkur ad segja tá voru tessi fjögur fundaratridi afar erfid vidureignar, en ég held ad okkur hafi ad lokum tekist ad komast ad samkomulagi um tau. Næsta mál er svo bara ad fara í hlaupaskóna og standa tilbúinn tegar opnad verdur inná svædid á sunnudagsmorgninum.

Annad sem var rætt var til dæmis mikilvægi tess ad hafa skóflu med í för til ad geta drenad í kringum tjöldin og hvort vid ættum ad kaupa "pavillion" til ad geta setid og "hygget os"(svona tjald bara med thaki - getum næstum bókad ad tad fjúki eda rigni burt) eda hvort vid ættum bara ad fjárfesta í stórum segldúk til ad breida yfir allar tjaldbúdirnar.

Adal nidurstada fundarins vard samt sú ad alkóhólid verdur okkar besti félagi og mun hlýja okkur í stad sólarinnar sem enn einu sinni hefur svikid okkur.

Svo heyrdi ég ad spáin um metsumarid med öllum sínum hitabylgjum sé búid ad breytast í spá um ad hér í baunalandi verdi rigning næstu sex vikurnar. Madur veit hreinlega ekki hvort madur á ad hlæja eda gráta...

Hulda

4 comments:

Kristjana Páls said...

veistu, að það er ótrúlegt hvað næturvaktir geta vanist, reyndar verð ég að segja að það tók mig þrjú sumur að venjast. kannski ekki alveg þess virði ehh..
Roskilde planið er mega!!! Bjór er alltaf gott plan, svo mun sólin örugglega glenna sig eitthvað, vonum það að minnsta kosti:D

Lilý said...

Ég er með krossaðar fingur og tær og lappir og hendur. Lít altsvo út fyrir að vera alvarlega hreyfihömluð. Eða bara helsjúkur hjátrúaróni. En vona að það dugi til svo sólin láti sig ekki vanta!

Anonymous said...

Sussubía, það er bara drullupollaástand þessa dagana á R.

Anonymous said...

jæja stelpa, ég vil fá fréttir af þér! hvernig var roskilde? og er kominn dags. á íslandsför í haust?
kv. V