Wednesday, June 27, 2007

"Við skýin felum ekki sólina af illgirni" - Heldur hvað?

Ef er eitthvað sem ég er upptekin af þessa dagana þá er það veðurspáin, þó ekki veðurspáin fyrir daginn í dag eða morgundaginn heldur veðurspáin fyrir næstu viku. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Roskilde festival nefnilega í næstu viku og þá munu um 30.000 manns gista í tjöldum í viku, þar á meðal ég.



Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá líst mér ekkert á þetta!!! Tölurnar fyrir ofan stöplaritin sýna líkurnar og einhvern veginn virðast hæstu prósentutölurnar ansi oft liggja fyrir ofan gráustu myndirnar.

Hátíðin hefði, samkvæmt vananum, átt að vera í þessari viku s.s. síðustu vikunni í júní, en sökum þess að tölfræðin sýndi að veðurfarslega væri oftast betra veður í fyrstu vikunni í júlí þá var hátíðin færð. Veðrið þessa viku er búið að vera ógeð, grámi og rigning þannig að Roskilde nefndin fær tímabundið hrós fyrir þessa ákvörðun, nú er bara að sjá hvort það rætist ekki úr veðrinu í næstu viku. Bara að rigningar júlí 2004 endurtaki sig ekki!




Ég komst í sumarfrí á föstudaginn var. Þvílík gleði! Prófið gekk vel og við í hópnum fórum með bros á vör út í "sumarið". Það er auðvitað búið að vera rigning frá því að ég komst í þetta langþráða frí, en vona innilega að sumarið sé bara að taka út rigningarskammtin og að í júlí- og ágústmánuði verði öll hita, grill, bjór, sólar og gleði met slegin.



Hulda

No comments: