Wednesday, June 20, 2007

Hundraðasta færslan hvorki meira né minna...

...og þið eruð að kvarta yfir því að ég bloggi ekki nóg.

Þrjár þvegnar vélar, heimatilbúin pizza, jógatími og síðast en ekki síst blogg - já af hverju ætli ég hafi verið svona aktív í dag? Giskið þrisvar...

...mikið rétt próf á föstudaginn.

Kom heim frá Frakklandi og var varla lent þegar ég skellt mér á skrallið - eins og síðasta færsla kannski bar vitni um. Lakkrís-snusið var eitthvað sem Anna hafði fengið gefins á einhverri tóbaksráðstefnu og það ilmaði, en reyndist vera afar slæm hugmynd að skella pokanum svona undir efrivörina í þynnkunni - nikótínsógleði er eitthvað sem ég er ekki aðdáendi að.

Ég og Anna fengum okkur 17.júní köku á kaffihúsi - það var mín þjóðhátíð. Ég setti samt á mig maskara í tilefni dagsins, en ykkur að segja er ég næstum orðin fráhverf fyrirbærinu eftir Frakklandsdvölina. Hvað er betra en að fara í sturtu og vita að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að mæta pandabirni á miðju baðherbergisgólfinu. Er að hugsa um að halda maskaralaust sumar 2007.

Brúnkan virðist eitthvað vera að dofna, en von er á betri tíð - sumarfrí á föstudaginn og ég er búin að gera díl við sólina. Hótaði henni að brúnkukremið yrði minn nýji vinur ef hún færi ekki að gera sig strandvæna.

Við skulum húrra-a fyrir blogginu, 17.júní og bleika deginum 19.júni - já og fyrir henni Lilý sem einmitt varð 22ja þann fína dag.

Húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrra
húrraaaaaa
...já og hæ hó og jibbí jei og jibbííí jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii
jeiii


Eitt að lokum: Ég er búin að glata öllum símanúmerum - þau fóru norður og niður með gamla nokia símanum mínum (aka. bindinu, leddarasófanum æji þið vitið flotta trendí símanum) sem ákvað að gefa upp öndina í gær. Þess vegna vil ég biðja ykkur kæru lesendur að rita nafn og númer í kommentin hér að neðan - þá gætuð þið orðið svo heppin að fá upphringingu frá mér einhvern daginn.

Hulda - sem daðrar stundum við geðveikina

7 comments:

Sæja said...

Já það er aldeilis. Númerið mitt gef ég þér með glöðu geði og öllum öðrum á veraldarvefnum 6949111.
Gangi þér vel í prófinu:)

Anonymous said...

Sæl Hulda mín.

Læra, læra og klára föstudaginn :o)Sólbaðið bíður laugardagsins ikk´

knus
ma

Hulda hefur talað... said...

Reyndar var eg ad skoda vedurspana...og thessar elskur spa grama og rigningu alla næstu viku.

Anonymous said...

Hugsa til þín á síðustu metrunum Hulda! Gangi þér über vel á morgun..!
tu tu, Valgerður

Anonymous said...

Númerið mitt gef ég þér í té með glöðu geði...6628883

Anonymous said...

Já gangi þér vel í prófinu þínu og vona að sólin láti nú eitthvað sjá sig... ég stakk af heim til íslands eftir hitatímabilið úti í dk og er vægast sagt að frjósa... brrr!!
Númerið mitt er: 40944059 og svo er ég með ísl líka þegar ég er hérna heima: 6933511 :)
Kveðja Elsa

Anonymous said...

Free [url=http://www.greatinvoice.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to create gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.