Engar skýringar eru á því hvers vegna færslum á þessari síðu virðist fækka með tíð og tíma.
Ungmeyjarhitans hefur allavega ekki orðið vart á henni í þó nokkurn tíma, þó svo að hann sé að sjálfsögðu ríkjandi í hinum "raunverulega" heimi.
Ungmeyin, eigandi bloggsins hefur ákveðið að tala um sig í þriðju persónu í dag. Hún veit ekki af hverju...she just feels like it.
Það er skiptinemahittíngur í kvöld og skiptineminn sjálfur ætlar að sjálfsögðu að láta sjá sig og leika á alls oddi. Að því tilefni fjárfesti hún í mjöð nokkrum kenndan við Lite. Lite vegna þess að hún var ennþá með blautt hárið og íþróttatöskuna á bakinu og fannst þess vegna að Lite ætti betur við. Rassinn verður stinnari en ever þessi jólin, en eins og Guðjón sagði svo snilldarlega einu sinni þá "getur smjörlíki líka verið hart".
Undanfarnar vikur í lífi ungu dömunnar hafa liðið ógnvænlega hratt. Kannski er þetta bara hluti af því að verða eldri - time flies. Ungu stúlkunni finnst allt í einu eins og fullorðinslífið nálgist aðeins of hratt. Jafnaldrar virðast í óða önn við að unga út börnum, þéna peninga og kaupa sér jeppa, á meðan hún sjálf getur ekki hætt að hugsa um hvert hún ætlar að ferðast, hvaða tungumál hún ætlar að læra og hvað hún ætli að ná að upplifa. Að festa rætur einhvers staðar virðist svo óralangt í burtu.
Eftir langa unaðs helgi í foreldrafaðmi áttaði ungmeyin sig samt einnig á því að mest langar hana bara að vera í tryggum foreldrafaðmi um ókomna tíð. Þannig myndi hún losna við allar þær erfiðu ákvarðanir um framtíðina sem virðast vera endalausar í augnablikinu: hvar á hún að fara í praktík, hvar á hún að búa, hvað langar hana að verða þegar hún verður stór og hvað ætlar hún að gera að bachelornum loknum?
Unga stúlkan með ævintýraþrá ákvað þó að segja skilið vil allar áhyggjur í bili því að í dag er föstudagur og á föstudögum á maður ekki að hugsa um framtíðina heldur lifa í núinu. Núna situr hún með nýopnaðan bjór í annarri og maskara í hinni og er svo sannarlega tilbúin í slaginn.
Eigiði góða helgi ljúfurnar,
Hulda
Friday, November 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
gaman að lesa blogg í 3.persónu til tilbreytinga...yfirleitt þegar maður les blogg þá er þetta alltaf me,me,me :)
Hulda..ég held að við ættum bara jafnvel að vera á Akureyri næsta vetur, búa heima og fá stöðu í MA. Annað hvort við kennslu í lífsleikni (enda erum við svo ótrúlega lífsleiknar) eða þá við ræstingar í bláa hernum!
Svo er hægt að chilla á Karó inná milli!
eða nei, það er ekki svo sniðugt að chilla á Karó ef maður væri að vinna í MA...
Já, 3.pers. blogg eru sniðug. Ekki jafn sniðug þó og athugasemdin um smjörlíki í þessari færslu - henni hló ég töluvert að og mun hafa hana í huga öll jólin.
Sæl Hulda
Var að skoða bloggsíðuna þína eftir langt hlé og þar með mynbandið með Gleðibankanum. Ég er sammála þessum Nonna að þetta frábæra myndskeið á að fara beint á kvikmynd.is
Kveðja
Ívar Aðalsteinsson
hulda ef þú ert bara að þykjustu læara fyrir próf mættirðu kannski taka svona eins og tíu mínútur til að þrykkja út út þér bloggi...
Post a Comment