Monday, January 16, 2006

Spaugstofan...

Var að horfa á Spaugstofuna og fékk nasaþefinn af íslensku plebbalífi. Einhver smástelpa fær 130 milljónir í starfslokasamning eftir 5 mánaða vinnu (við skulum vonað að hún hafi unnið fyrir laununum sínum. Kannski að hún hafi farið undir borð?), einhver nýríkur plebbi heldur partý á safni í London, Tom Jones spilar og menntamálaráðherra lætur sjá sig (flott Katrín), Tarantino kemur, land og þjóð missir sig og forsetinn okkar er með í að sleikja á honum rassgatið og býður til kvöldverðar! Tarantino er flottur en mér finnst það ekki passa að Hollywood stjörnum sé boðið í mat á Bessastaði. Við getum kannski átt von á því að Bush bjóði Baltasar til kvöldverðar í Hvíta húsið næst þegar hann er í BNA....eða hvað?
Mér ofbýður við íslensku efnahagslífi...já og einn kjúklingur í nettó kostar rúmlega 1100 krónur. Guð hvað ég er ánægð að vera ekki fátækur námsmaður á Íslandi...ég kaupi minn kjúkling á 350 krónur!

Já ég er komin á frón og það er gott.

Kom síðasta fimmtudag og fer næsta sunnudag.

Fer svo á fimmtudag eða föstudag til Reykjavíkur og þá verður tekið á því með stelpunum á Bárugötunni. Kristjanan mín verður 22ja þannig að G&T verður haft við hönd og haldið verður partei vei vei!

Er farin að sofa...

Hulda

3 comments:

Londonia said...

Ég verð að segja Þorgerði Katrínu það til varnar að hún var ekki í þessu boði sem menntamálaráðherra heldur af því maðurinn hennar var boðinn og hún fór með sem hans maki! Sé ekki alveg að hún þurfi að hætta að mæta í skemmtileg partý, bara af því hún er ráðherra!

Kristjana Páls said...

hehe já þetta hefur áreiðanlega verið alveg MEGA gott partý...amk miðað við hverjir voru að skemmta þar. Annars verður líka alveg þrusupartý á laugardaginn, jiii það verður svo fokkings gaman:) jííhúú

Hulda hefur talað... said...

Nei kannski rétt hjá þér Ída.....