Tuesday, January 31, 2006

Á ég að þora að taka metróinn?

Veit ekki hvort þið hafi fylgst með málunum hérna í Danmörku en það er allt í háa lofti út af grínteikningum af Múhameð spámanni sem birtust í Jyllands posten um daginn. Ætti maður að búast við hryðjuverkaárás?

Er alltaf að læra eitthvad nýtt. Þó að danskan mín sé nokkuð nett á kantinum þá er nú hitt og þetta sem má lagfæra og bæta við. Sumar villurnar sem ég geri eru fyndnar aðrar ekki. Hér koma dæmi:

Um daginn setti ég myndband með óhugnalega-liðugri stelpu inn á skólanetið hjá bekknum mínum. Yfirskriftin var svo "Hun kan ta' ormen...lige som mig!"og var ég með því að meina að það sem við ættum sameiginlegt væri að við kynnum að taka orminn. Þarna hefði kannski verið heppilegra að segja "Hun kan lave ormen...lige som mig". Kannski frekar óheppilega orðað...en þetta vakti kátínu meðal skólasystkinanna og það er fyrir öllu. Hér eru nokkur kommentanna sem komu:
"hm...hvaffor en orm Hulda?"
"man får jo en hel masse idéer...eller er det kun mig?"

Já gaman að þessu.

Svo er annað. Þegar ég hef notað sögnina "sagt" í þátíð, sem er skrifuð "sagde" á dönsku þá hef ég sagt hana eins og hún er skrifuð. Var að komast að því að ég á að segja hana eins og hún sé skrifuð "sage". Gaman að því. Óþolandi að fatta svona villur seint því þetta gamla situr svo fast í manni.

Þar til næst bossarnir mínir...
Hulda

p.s. þessi bloggfærsla var kannski ekki upp á marga fiska...í mesta lagi einn kola!

5 comments:

Kristjana Páls said...

hehe..ohh þú ert svo mikill djóker
nei þetta er satt þetta með það gamla sem situr í manni, einsog t.d. með að eiga eitthvað tilbaka! hehe mér finnst það endlaust fyndið og mun ávallt hlæja að því..
múhahahaha

Anonymous said...

Jeg ikke fostå det danske sproget. Man siger: Løberpåstej og løbe på skøjter. Hva´er forskellen?
Allah er stor
Akmed

Anonymous said...

P.S. Cykle!

Anonymous said...

Ekki þora í metróið...

...en annars gæti tjáð mig endalaust um þessa grínmyndir , finnst alveg fáránlegt að fólk geti ekki látið svona í friði og þurfi að storka e-m svona, kommon er bara ekkert heilagt lengur....

æjijæja.. ég er kannski lúði en þetta er mín skoðun og ég verð alveg on fæer sko þegar ég heyri talað um þetta.... Hehh;)

Ble=)

Hulda hefur talað... said...

Já ég er alveg sammála tér Brynja Vala. Tegar ég hugsa um tetta mál finnst mér tad vera vitleysa frá öllum hlidum séd. Til ad byrja med hefdu tessar myndir aldrei átt ad birtast, númer tvö er allt í lagi ad múslimarnir hafi verid á móti tessu, en teir turftu nú kannski ekki ad missa alla stjórn á sér í reidinni, númer trjú sms-in sem eru í gangi um ad boycutta allar innflytjendaverslanir í Danmörku finnst mér fáránleg, Danir hættid ad leika "auga fyrir auga" leikinn, númer fjögur Anders Fogh gæti brotid odd af oflæti sínu og sagt "Fyrirgefid" og tá væri tetta búid.