




Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir allt gamalt og gott. Nú styttist í heimför mömmu og pabba og Jón Ingi íshokkítröll fer áfram til Litháens sem fyrirliði Íslenska u-20 landsliðsins. Það er búið að vera svo notalegt að hafa þau hérna að ég vil helst ekki hleypa þeim heim aftur.
Jólin eru búin að vera kósí mósí og áramótin voru ágæt. Reyndar eru áramót oft dæmd til að valda svekkelsi því maður býst alltaf við kreisí, tjútt, gleði, öðruvísi, boombastic áramótum, en svo er þetta oft bara eins og hvert annað djamm. Lenti reyndar í undarlegum aðstæðum í gær, einhverju sem gerist ekki á hverjum degi. Þegar klukkan var að verða tólf að miðnætti, fórum við familían upp á efstu hæð hérna á Sólbakkanum þar sem var kollegipartý. Þegar ég er búin að vera þar í smá stund kemur sauðdrukkin íslensk stelpa upp að mér og kynnir sig. Ég kynni mig líka og hún fer svo að tala um að hún finni fyrir einhverjum rosalegum tengslum okkar á milli. Það kemur svo uppúr krafsinu að hún er skyggn. Hún talar meira og meira um að hún finni fyrir svona rosalegum tengslum og reynir að fá allt ættartréð mitt og ég segi henni allt sem ég veit (takið eftir að hún var með tárin í augunum meðan á þessu stendur). Allt í einu fer hún svo að signa sig og grætur enn meira og segir að hún sjái eitthvað hræðilegt í framtíðinni hjá mér.
ARG PARTÝKILLER!!!! Skemmtilegar upplýsingar að fá svona á gamlárskvöldi. Hef ákveðið að taka ekki mikið mark á henni þar sem hún var útúrdrukkin og ekki með "fulde fem". Framtíð mín er bara full af gleði og glaum!
Yfir í allt aðra sálma. Í kvöldmat borðuðum við fjölskyldan þynnkupítsu (með shawarma, lauk, papriku, gorgonzola o.fl.) sem var með eindæmum góð en Jón Ingi kom með góða setningu eftir að hafa borðað sneið af henni. "Það er svitalykt af andardrættinum mínum"...já honum fannst vera svitalykt af pítsunni en borðaði hana samt og uppskar svitalyktsandardrátt. Umm lekkert svona í þynnkunni.
Stay tuned my friends...
Hulda með svitalyktsandardrátt
2 comments:
haha ógeðslega fyndið!!! Svitalyktarandardráttur...
nei sko, eins og þú veist þá er ekkert nema gott í þinni framtíð! Maður á aldrei að trúa útúrdrukknum íslenskum stelpum, þær vita sjaldnast ekki mikið í sinn haus þegar búið er að downa nokkrum góðum, hehe
Gledilegt ar elsku glaumgosi! Mikid ertu myndarleg a tessum myndum.. sem og a odrum myndum og i mynd raunveruleikans! (godur lily).
Madur a ta kannski von a tvi ad sja hann jon vippa ser ur ad ofan eftir trylltan ishokkileik og laumast med tungubrodd i handarkrikann.. var tetta god pitsa hulda? eg spyr..
Post a Comment