Tuesday, December 27, 2005

Lítil jólasaga


Máni Mar bróðursonur minn sem verður fimm ára á morgun hitti Kertasníki á dögunum. Hér er það sem fór þeim á milli:

Máni Mar: "Heyrðu, veistu hvað, ég er síðastur alveg eins og þú. Ég á afmæli síðastur á leikskólanum."
Kertasníkir: "Er það ekki bara fínt að vera eins og ég."
Máni Mar: " Jú en en veistu hvað" sagði sá stutti "þeir síðustu verða fyrstir ... það stendur í Biblíunni".

...góður!


Jólaknús Hulda

3 comments:

Kristjana Páls said...

já þvílíkt góður...viskan sem vellur upp úr þessum blessuðu börnum af og til hehe

Lilý said...

O tessi born..

Kristjana Páls said...

og farðu að blogga meira kona....