Vaknaði klukkan 6 eftir slitróttan, fjögurra tíma svefn og fór í vinnuna. Var þreytt...er þreytt. Kannski er ástæðan Íslendingateitið/páskaboðið sem við héldum í gær. Hugsa að líkaminn hafi ekki náð að hvílast í nótt sökum anna við að melta.
Forréttur: Grafin ær og gufusodin aspargus með aioli.
Aðalréttur: Lambalæri og allskonar gúmmelaði.
Eftirréttur: Ostar og vínber, risa kaka a la Anna og fjórfaldur expresso (kannski ástæðan fyrir slitrótta svefninum).
Hugsa að það séu ekki allir námsmenn sem eru með svona matseðil -borinn fram á Strandvejen með útsýni út að sjó.
Er með klígju núna af því að ég tók forskot á sæluna og byrjaði á páskaegginu sem Auður gaf mér.

Ætlaði að fá mér einn bita, sem varð að öðrum, sem varð að þriðja. Borðaði hálft páskaegg og það var kvöldmaturinn. Anna er í matarboði og ég er þreytt og nenni ekki að fara úr sófanum. Ætlaði að vera að læra, en sjónvarpið og tölvan freista einhvern veginn meira. Finnst eins og það sé ekki í fyrsta skiptið. Sjálfsagi minn er á lágu stigi...
Ætla að fara að horfa á eitthvað heilalaust sjónvarpsefni, sem hæfir heilastarfsemi minni á þessari stundu. Hugsa að ég fái mér jafnvel smá lúr...mér finnst það svo ógó gott.
Páskaknús til ykkar allra
Hulda