Veit ekki hvað varð um bloggandann, held kannski að hann hafi farið norður og niður med tilkomu myspace. En ég ætla að reyna...
Fyrir það fyrsta hef ég verið með smá heimþrá undanfarið, ekkert alvarlegt þó enda er maður að reyna að þykjast vera fullorðinn, standa á eigin fótum og takast á við alvöru lífsins án þess að bugast og væla. Stundum langar mig ennþá að vera lítið barn í kerru og vera keyrð um allt án þess að þurfa að hugsa um eitt né neitt.
Æji ég veit það ekki, ég nenni stundum bara ekki meiru.
Ég og Anna sögðum hundapíustarfinu upp og fluttum frá Klampenborg. Stundum fattar maður að eitthvað sem á yfirborðinu virðist vera frábært, er kannski alls ekki svo frábært heldur er að hafa meiri neikvæð áhrif á mann en jákvæð. Stressvaldur, binding og pressa. Það eina sem mig langar er að njóta þess að lifa...og þetta starf var ekki að bjóða upp á það. Jú ég gat drukkið kaffi úr fancy vél, borðað morgunmat úti við sjávarnið og fengið nýpressaðan appelsínusafa, en ég komst að því að þetta var bara ekki þess virði. Þannig að "Hallarævintýrið" í Klampenborg varði stutt. Köttur út í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri.
Núna eigum ég og Anna reyndar hvergi heima. Dótið okkar er í geymslu...og við búum á götunni. Ekki alveg reyndar;) Erum komnar með kollegí herbergið hennar Lilju frænku, þannig að við erum með þak yfir höfuðið í sumar og neyðumst ekki til að drekka "guldbajere" med lýðnum í parkinum.

Reyndar er planið að drekka fullt af "bajere" núna í vikunni því ég er að fara á ROSKILDE!!! AAAAAA ég titra af spenningi...og ég meina það. Það er búið að tjalda og það eina sem vantar er að ég klári prófin. Er að fara yfir um...nenni ekki nenni ekki nenni ekki að læra fyrir próf. Ætla samt að massa þetta!
Ætla að sjá svo margt á Roskilde...ohhhhhhh titra crazy crazy crazy crazy