Á roadtrippinu á leiðinni heim fékk ég einhverja hamingju tilfinningu í magann.
Á rúðurnar í bílnum dundu risastórir regndropar, góð tónlist ómaði og við stelpurnar spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þessi blanda, ásamt því að vera útvhvíld, gerði það að verkum að ég fékk svona hamingjufiðrildi í magann...leið næstum ein og ég væri nýástfangin.

14 Sex and the city þættir (er eitthvað betra en trúnó sem uppsprettur af Sex and the city þáttum?)
+ 4 flöskur vín (m.a. ítalskt gæðavín sem við fengum frá eigendum sumarbústaðarins)
+ Fullur ísskápur af allskonar góðgæti (ísskápurinn var tæmdur á þremur dögum!)
+ Göngutúrar um mela og móa (reyndar bara einn...letin náði yfirtökum)
+ ”Hver er maðurinn” leikur (innifalið pappír á enninu) eftir 4 rauðvínsglös
+ 3x 2ja tíma brunch (ég elska brunch)
+ 2 kippur af bjór (finnst alltaf jafn fyndið að Selma elskar guld damer...haha)
+ Boltaleikur í Vesterhavet (Ég og Lene ætlum að skrá okkur í stúdentablak í vetur...bara til að fá að vera í míní stuttbuxunum)
+ Lítill ”morfar” (blundur) á ströndinni (náði ekki að sofa svo vel fyrstu nóttina..
Við láum þrjár í skeið, í rúmi sem var 1 og ½ breidd...það voru samt þrjú önnur rúm í húsinu. Æji maður má stundum vera pínu vitlaus.)
+ Shoppingtúr (búðirnar voru eins og kaupfélög árið ’85...þannig að kortið var ekki hreyft úr veskinu)
= Unaður á unað ofan.
Jæja er farin að sofa...
Knús til ykkar allra
Hulda