Veit ekki alveg hvernig ég get orðað þetta, en ég og Anna erum nýráðnar þernur hjá frægasta fasteignasala Danmerkur. Starfið gengur út á að fara í labbitúra með hundinn Hannibal og gera hreint í 500 m2 húsinu hans. Þernustarfið hefur heldur betur "benefits":
- ég og Anna búum frítt á fjögurra herbergja efrihæð í húsinu hans
- hann borgar matinn
- við fáum bíl sem við megum nota eins mikið og við viljum
- við fáum bensínkort
- við föllum undir tryggingarnar hans
- hann ferðast mikið og þegar hann er ekki heima megum við horfa á hjúmöngus sjónvarpið hans og kósýast í stóru stofunni við arineldinn
- það er internet
- hann býr við sjóinn og er með einka baðbrú þar sem við getum sólað okkur á sumrin
...ég er pottþétt að gleyma einhverju.
Þetta er svona tú gud tú bí trú! Maðurinn á bara svo mikla peninga að hann munar ekkert um að halda tveimur stúdínum uppi...bara ef þær eru góðar við hundinn hans.
Ég var nýbúin að sækja um námslán þegar ég fékk þetta, þannig að nú er ég með 80.000
kr. á mánuði í kaffihúsapeninga...hehe.
Hef verið undir óheillastjörnu frá því að ég kom til Dk en gæfan er heldur betur búin að snúast mér í hag. ÉG ELSKA LÍFIÐ!
Er líka komin á nýtt hjól sem ég keypti á lögregluuppboði. Það heitir Fagri blakkur og stendur svo sannarlega undir nafni. Ansi gott hjól sem ég fékk á góðu verði.
Helgin var svo unaðsleg. Sólveig Ása var hjá mér, hún klikkar ekki stelpan! Er reyndar allt annað en úthvíld eftir helgina, við tókum auðvitað á því eins og okkur einum er lagið.
Vona að ykkar helgi hafi verið dúndur.
rock on
Hulda