Þreyta, hæsi, pissurykshor, aumir fætur, bolafar, bólur og bjórbumba, var gjaldið sem ég þurfti að greiða fyrir Roskilde, en það var SVOOOOOO ÞESS VIRÐI!! Gleði og glaumur, unaðstónar og dansi dans var nefnilega það sem ég fékk í staðinn. Allir voru glaðir og þá meina ég allir 80.000. Ég get orðið klökk þegar ég stend með fleiri þúsundum manns á tónleikum og allir eru eins og "one big happy family".
Í vikunni fyrir Roskilde var ég að vinna á rafmagnslager. Starfið fólst í því að útdeila rafmagnstöflum, framlengingarskrúum, kösturum og þar fram eftir götunum og síðast en ekki síst daðra við rafirkja. Trukkastarf fyrir trukk eins og mig...eiginlega er það mér að þakka að Roskilde-festival gat orðið. Fyrir þrjár vaktir fékk ég VIP armband og gat þess vegna pissað á vatnsklósettum og chillað með fræga fólkinu í "mediabyen". Ég, Anna og Selma vorum meðal nokkurra sem fengum þetta starf og við fengum að vita að við erum ráðnar aftur á næsta ári ef við viljum...og við því segi ég JÁ TAKK.
Svo sá ég svoooo marga góða tónleika.
Sigurrós: Fylltist þjóðarstoli og táraðist...á ekki til orð til að lýsa þeim.
Martha Wainwright: Elska þegar hún lyftir vinstri fætinum sínum og ég elska hana. Hún endaði tónleikana á Bloody mother fucking asshole...hefði ekki getað hugsað mér betri endi á góðum tónleikum.
Rufus bróðir hennar: Röddin hans...ohhhh röddin hans! Þegar Martha kom og tók Leonards Cohens Haleluja með honum hélt ég að ég myndi deyja úr hamingu. Er fyrir löngu komin með ógeð af laginu en einhvern veginn fór ógeð mitt suður um höf. í einu orði sagt fallegt.
Jenny Wilson: Hún er ólétt núna og einhvern veginn skín hún enn meira eins og sól í heiði en venjulega. Hélt ekki að það væri hægt að hafa svona mikla útgeislun. Hún tók öll lögin af "Love and Youth" og fleiri til! Dansi dansi dansi dans.
Morrisey: Hann er gamall og með bumbu, en Anna fékk hann til að fara úr skyrtunni...fáir eru svalari. Takk Morrisey þú ert dúndur.
Scissor Sisters: Glamúr og glimmer. Jake Shears ætti að giftast Páli Óskari, er viss um að þeir séu "ment to be"! Ana Matronic tók pínu Roisin Murphy á þetta...ekki alveg jafn svöl samt en er með hellings sexappeal og góða rödd. Tónleikarnir í 2004 voru betri, en þessir voru með í að aflífa röddina mína.
The Streets: Var fremst, nánast að troðast undir, en mér var slétt sama. Það var ógó gaman, dans hopp, fis og ballade.
The Strokes: Lene er fan nr. 1 og það er ekkert skemmtilegra en að vera með fólki á tónleikum sem er að fá draum sinn uppfylltan. Tónleikarnir voru pjúra snilld, þeir kunna sitt fag. Reyndar var heilinn á mér að steikjast og vinstri hliðin í lobster leik en ég gafst ekki upp.
Kanye West, Spank Rock, Rasmus Møbius, Sorte Skole, Editors, Clap your hans say yeah, WHY?, Silwer Jews, LoopTroop, Animal Collective, Rumpistol, Figurines. þessa tónleika sá ég líka, þeir voru engu síðri en þeir sem ég er búin að lýsa hérna að ofan. Vá hvað er til mikið af góðri í tónlist í heiminum...ég veit ekki hvernig maður á að komast yfir að hlusta á allt sem maður vill hlusta á.

Ég lenti í ótrúlega mörgum fyndnum og skrítnum atvikum...
Í gær var Lene vinkona alveg að pissa í sig og 30 metra röðin var ekki alveg að gera sig fyrir hana. Hún skellir sér þess vegna inn í svona skógarrjóður sem er rétt við hliðina á klósettunum, mjög vinsæll stelpu-pissustaður. Þegar hún kemur út segir hún við mig að það hafi verið maður inni í þessu rjóðri að gæjast. Það stóð sem sagt maður bak við tré inni í þessu rjóðri og var að horfa á allar stelpur sem komu að pissa. Ég skellti mér þess vegna inn í rjóðrið, vopnuð myndavélinni minni og náði mynd af kallinum. Reyndar kannski ekkert rosalega góðri, hann stóð jú bak við tré, en það er spennandi að fá myndirnar úr framköllun. Kallinum brá samt heldur betur við flashið og hljóp út úr rjóðrinu. Við sáum hann svo úti á götunni, ætli hann hafi ekki verið að bíða eftir að við færum svo hann gæti skellt sér inn aftur. Skrítið samt að sjá hvað hann var venjulegur í útliti og í pólobol í ofanálag...en fólk hefur víst sínar duldu hliðar hahaha...pissu fetish gerist það fyndnara.
Æji ætlaði líka að segja ykkur frá þremur úber trúber fyndnum gaurum sem röppuðu fyrir mig og Lene í tjaldbúðunum okkar klukkan sex einn morguninn...en ég hefði bara þurft að eiga vídeó af því. "I love rice, I love asian people"...Ég hef ekki hlegið svona mikið síðan í afmælinu hjá Kristjönu forðum daga.
Roskilde stóð svo fyllilega undir væntingum...og meira en það! Ég fór glöð á Roskilde og kom svo hamingjusöm heim. Var líka extra glöð þegar ég fór á Roskilde, því samdægurs hafði ég fengið 11 (svarar til 10 heima) í stóra verkefninu sem ég var búin að vera að vinna að í fleiri vikur með fjórum öðrum stelpum. Var komin með gubbuna og rúmlega það af þessu blessaða þarmakrabbaverkefni, en 10!!! shitt ég kemst ekki yfir það!!! Er ennþá hamingjusöm yfir því að þessi tala standi á einkunnablaðinu.
Stefni að því á næsta ári að safna saman í íslenskar tjaldbúðir á Roskilde, hverjir eru memm?? Koma svo...
Er að koma heim eftir 10 daga. Er byrjuð að telja niður.
Hulda