
Er annars bara í því að henda peningum út um gluggann þessa dagana. Ég og stöðumælaverðir Kaupmannahafnar erum 'læk ðis'...ég er nú þegar búin að næla mér í tvær sektir. Anna Mjöll, stórsöngkona hefði líklega sungið "stoppaðu hér, stopp trúðu mér" og það segi ég líka "stopp hingað og ekki lengra!"
Hvernig er það svo með eurovision, hvenær er keppnin? Mig langar í svona bling bling hring eins og Silvía Nótt á og mig langar í Júróvisionpartý! Held að ég hefji herferð hér í Danmörku, svona image-herferð, það vantar nefnilega aðeins meiri júróvisíongleði í Danina.
Hef sagt það áður og segi það aftur, I need some sun. Núne er rigning og rok og ógeðslegt veður...og greyið litlu blómin sem voru svo bjartsýn að gæjast upp úr moldinni fyrir nokkrum dögum eiga sér ekki viðreisnar von. Mig langar að sjá túlípana, páskaliljur og finna lyktina af vorinu. Ég er grá að innan sem utan...mest samt að utan, hárið á mér er "leverpostejfarvet" og húðin á mér er gegnsæ. Sól, sól skín á mig!
Vona að þið hafið fullt af sól í hjarta til að koma ykkur í gegnum þessa síðustu og verstu;)
Sunnudagsknús
Hulda